Fróði - 01.12.1911, Síða 43

Fróði - 01.12.1911, Síða 43
FRÓÐI. 189 Eitt af hinuin merkustu verkum hans og þaö sem enn ber vott urn dugnaö hans og atorku er kínverski múrinn, þetta heimsfræga stórvirki, sem hefir veriö taliö meö hinum mestu mannvirkjum heimsins. Múrgarður þessi var bygður til þess að verja hinum viltu þjóðum, Mongólum, Törturum, noröan við Kína að fara suður yfir. Hann var því hlaðinn fyrir öllum landamærum Kína að norðan, og var svo alla leið austuv að hafinu gula. Hann var ókleyfur yfir að fara, og alveg ósækjandi ef að nokkrir menn voru til varnar Eti þarna sátu Kínar nótt og dag á múrunum, ár eftir ár og eina öld eftir aðra, til að verja villi- þjóðunum að norðan að fara suður yfir, því að þó að þær væru nú af sama eða líku bergi brotnar og Kínverjar, því að alt var þetta af Mongóla kyni, þá var lítil frændsemi með þeim, þegar Tartarar koinust suður á kínversku slétturnar, í góða og feita landið. Arið 214 f. Kr. lét keisari byrja að byggja múrinn og vinna að því af kappi, en hann dó áður en ínúrinn var fullgerður. Keisari þessi var merkastur allra hinna fyrri keisara, en æðri stéttunum þótti hanu vera of mikill umbótamaður og halda fram of mörgum nýungum, og vildu hann feigan. Hefir það verið svo jafnan aö þörfustu mennirnir hafa átt erfitt uppdráttar. Þá var mikið af lærðum mönnum í Kfna og mikið um bóka- gerð þó að snemma væri. En lærðu mennirnir voru honum inótfallnir. Þeir bentu þjóðinni á hina fyrri höfðingja og hvað þeitn hefði vel farnast, þó að ekki hefðu þeir haldið fram þess- um nýju háttum og breytingum. Þeir voru ólíkir þessum keis- ara þeirra, og voru þó miklir menn og frægir. Þetta líkaði keisara miður, og til að hefta þenna rógburð urn sig og fyrirtæki sín, þá skipaði hann að eyðileggja allar bækur, sem á einn eða atrnan hátt lutu að sögu Kínaveldis. Þetta var gert, bækurnar voru brendar um þvert og endilangt Kínaveldi. En ekki gerði það keisara vinsælan, því að Kínverjar voru námfúsir menn. Dó svo keisari nokkru seinna. Afkomendur hans voru ættlerar og urðu róstur .miklar eftir dauða hans. Hét sá Lew Pang er loks braust til valda 206 Eftirmaðnr Lew Pangs var hlyntur mentun, og lét hann

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.