Fróði - 01.02.1912, Síða 4

Fróði - 01.02.1912, Síða 4
246 FRÓÐI þjónustumey. I örnefnum gengur þaö og mannanöfnum. Nú notast þaö ekki í hinni fornu merkingu sem heimkynni, en þá sjaldan orðiö er haft um hönd þýðir það, hallir eða stórrými. Síðari merking orðsins er nu fólgin í útlenzku myndinni “Salón”. “Salóninn” er stór stofa, samkvœmissalur hússins eða kastalans, þar sem dvalið er að boðum eða mannfagnaði. Svip- ar það til, í hinum eldri stórhýsum, því sem nefnt var höll meðal stórhöfðingja, konunga og jarla, í fornsögum vorum. Það er getið um skemtanir í höllu Skúla hertoga þegar Snorri dvaldist þar. I höllu Sigurðar jarls hlýddu menn á sögu Njálsbrennu- I höllu Hákonar Sigurðarsonar er jarlinum flutf drápa Þorleifs. Við hirð Magnúsar konungs hafa menn sér það til skemtana að láta smá rakka hlaupa yfir háar stengur, í Völsungu getur þess, er Sigurður kom til Heimis í Hlym- dölum, að hirðin bjóst öll fyrir í höllinni. Einser sagt frá því, er Óðinn kom til Völsungs og lagði sverðinu í Branstokkinn, að hirðin sat að veisluhaldi í höllinni. I höllinni hlýddu konungar á drápur og fregnir snertandi lönd og lýð, og í Sverrissögu getur þess að konungur hlýddi á sögur og aðrar skemtanir í höllinni. Var höllin á ofanverðum miðöldum um öll Norðurlönd dagstofa og viðrœðustofa meðal allra tíginna manna, — “Salón”. Á Islandi til forna meðal höfðingja og ríkismanna nefndist boðsalur þessi skáli. Þar fór fram veizluhald, viðræður og mannaboð, Er þess víða getið í sögum, Gerðist á stöðum þeim það oft er tíðindum olli er fram liðu tímar. Einsog í boð- inu í Reykholti er þeir áttust víð og sendust á níðkviðlingum Þorgils Oddason og Þórður Þorvaldsson úr Vatnsfirði, sem frá er sagt í Sturlungu. Þess er og getið að þar væri “skemtan góð ok margskonar leikar, bœði dans leikar, glímur ok sagna skemtan. Hrólfur frá Skálmarnesi sagði sögu frá Hröngviði víkingi ok frá Ólafi liðsmanna konungi ok haugbroti Þráins ok Hrómundi Greipssyni ok margar vísur með, Ingimundur prestur sagði sögu Orms Barreyjarskálds ok vísur margar ok flokk góðan við enda sögunnar, er hann hafði ortan” Margt fieyra hefir og sjálfsagt farið fram, í samkvœmum þessum, þó sagan geti þess

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.