Fróði - 01.02.1912, Qupperneq 7
FRÓÐI
249
Það fyrsta sera áðallega auðkennir ‘ Salóninn’’ á Frakklandi
•er það, að hann er fyrst og síðast undir formensku og stjórn frakk-
neskra kvenna. Hann er samkvæmislífið, dregið undir heimilis
þak stórmenna og ríkiskvenna Honum er stjórnað, sett takmörk
■og veitt hefð, af forstöðukonum, er húsum eiga að ráða, Oftast er
hann í sambandi annaðhvort við aðalsfólk, er svo hefir húsum háttað
og svo er efnum búið. að það getur veitt slíka viðtöku, eða þá
heimili, er nafnfræg eru fyrir þekkingu, kurteisi, menningu eða
fagrar listir. í stöku tilfellum, einsog um daga Hlöðveranna, 14 ok 15,
halda vildármeyjar konungs uppi boðsölum, með tilhjálp hans
konunglegu hátignar, en um það ætla ög ekki að ræða. En þess
má þó geta að það helsta aðdráttar afl að þeiin boðsölum var það,
að komast í kynni við konung og annað hirðfólk er þar voru dag-
legir gestir. Þótti það cinkum efnilegt fátækum listamönnum er
vinna þurftu sig til meta, og komast hið fyrsta á framfæri.
Það furðulegasta við samkvæmissalinn er sá fíngerði og fágaði
andi sem þar ríkir, en þó um leið er þar alt óþvingað, alfrjálst, jafnvel
vilt, ótamið. Þar nær hugmyndaríkið sínu æðsta veldi. Þar kemur
hver til dyranna eins og hann er klæddur. Þar er innri maðurinn
opin, bók sem öllum er lesin, þar er tengst vináttu heilt og ómengað-
Þar erskifst á skoðunum, yfirvegaðar lífsskoðanir fornar og nýjar.
Þar eru allar andans myndir sýndar, er hver á til, fram að bera, og
færðar fram í glaðtijart dagsljósið, innan óhultra sala, livort sem
eftir vanans hefð. þær þykja fagrar eða þær þykja ljótar, sannar
eða ósannar. Þar er fengist við hinar ýmsu mannlítsgátur og
þrauta-spurningar með alvörugefni, djúpri íhugun og heimspeki-
legum athugunum. Þar eru og rýndar ýmsar stefnur oft með því
naprasta háði og hnífilyrðum. Heppni í svöruiu 0g innskotum og
athugunuin, fellur þar í frjósaman akur og hefir átt öfiugan þátt
í að auka smekkvisi fyrir látlausum stíl, viðeigandi lýsingum og
hugæu máli moðal þjóðarinnar. Eins og það hefir líka auðvirt
lilægilegan þótta í rithætti, eða yflrlæti og tildur, sem þó oft hjá
fjölda ómentaðra manna, er lítið hugsa. gildir í stað mikils lærdóms
og speki.
Yfir og á bak við þetta samkva'.mislíf hvíldi oft sálarleg full-
•næging, nautn, öryggi og mjúklát, fíngerf lífsgleði, Allir fundu til
þess að þeir voru lifandi og þeim leið betur. Og er það vafalaus
konu höndin er þeim áhrifum veldur, er röðisniði, ytra fyrirkomulagit