Fróði - 01.02.1912, Blaðsíða 30

Fróði - 01.02.1912, Blaðsíða 30
256 FRÓÐI] og góða og sanna. Rann fékk fjðlda með sér og vann hverja stór- borgina á fætur annari 0g fór keisara ættin halloka fyrir, en hún var af Tartarakyni. 1857 komust Bretar í slaginn og réðust með Kínverjum á móti keisaraættinni og Tartörum. Samt sömdu Englendingar frið við þá 1858, Snerust þá Kínar móti uppreistarmönnum og fengu lijá þeim hershöfðingja góðan, Gordon að nafni, sem síðar var nefndur Kína Gordon og allir þekkja. Barði hann skjótlega á uppreistarmönnum og friðaði land- ið. Var það 1864 að því var lokið. Þá kom stríðið við Japan sem við þekkjum um 1894. Kínar þóttust í fyrstu eiga fullum höndum við smáþjóð þá, en það fór öðruvísi en ætlað var. Japar unnu hvern sigurinn á fætur öðrum á sjó og landi. Urðu Iífnar frið að semja og láta af hendi eyjuna Formosa og hina ágætu herskipahöfn Port Arthur. Þeirri höfn náðu Jiússar svo af Jöpum með svikum, en nutu tæpan tug ára. Japar tóku hana aftur af Jiússum með rentum og voru þá orðnir ein- hverjir mestu hermenn heirasins á sjó og landi. Hvað tungumál Kínverja snertir þí er það einkennilegt mjög . Eru þau eiginlega 5 tungumálin sem teljast í þeim fiokki. Hin tungumálin eru töluð í Tibet, Cochin-Kiua, í Purma og Kóreu. Þau éru kölluð eins atkvæðis mál “Monssyllabic” og eru ákaflega gömul. Orðin eru mynduð af óbeyjanlegum atkvæðum. Hvorki nafnorð nð sagnir beygjast vitundar ögn, og eiginlega eiga Kínverjar ekkert stafrof. í stað stafrofs þess sem við höfum hafa þeir margar þús- undir merkja eða stafa og táknar Iiver stafui' heila hugmynd eða- setningu. Kínverska er því ákaflega vand lærð á bókina og tekur mörg ár að læra að þekkja stafina. Samt eru Kínar mjög námfúsir menn og á hverju ári hafa frá alda öðli verið haldin próf þar yflr nemendum. Þeir sem lærðastir eru fá heiður mikinn og embætti og nýtur þá hver þess sem hann hefir numið. Aðrir fá ekki embætti en þeir sem prólin standast, hinir eru gerðir aftnrreka, og má oft sjá 40 og 50 öldunga sitja kóf- sveitta við lestur á bókabekkjunum með öðrum unglingum. Þessi bókfræðsla lvínverja er svo almenn að menn hafa. ætlað' að hvergi væri útbreiðsla mentunar jafn almenn meðal alþýðu sem í Ivína. En gamaldags og fáfengileg er mentunin að mörgu leyti.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.