Muninn - 01.12.1956, Page 8
8
MUNINN
VIÐ KAUPVANGSTORG
Þeir eru fáir, sem vita aí litla glugganum,
sem snýr út að torginu, og þeir eru enn þá
færri, sem hafa tekið eftir ungu stúlkunni,
sem situr við gjuggann. A hverju kvöldi sit-
ur hún þar og horfir á umferðina þögulum
augum. Hún er orðin okkur nákunnug, eft-
ir að hafa séð okkur ganga daglega um torg-
ið. Og án efa skilur hún sál torgsins. Hún
hefur horft á bílana, sem þ jóta um það, hún
hefur séð árekstra og slasaða menn borna
inn í sjúkrabílana, og hún hefur séð menn
ganga um torgið með valdsmannssvip, eins
og þeir ættu allan lieiminn, og hún hefur
séð auðmjúkan blaðasalann bjóða blöð sín
til kaups. Það var fyrir tveim árum, að mér
varð af tilviljun litið upp í gluggann henn-
ar í fyrsta sinn, og síðan hef ég litið upp í
hann í hvert sinn, er ég hef gengið um torg-
ið. Þessi fagra stúlka hefur valdið mér mikl-
um heilabrotum, og mig hefur oft langað til
að spyrja einhvern um hana í von um, að
hann gæti sagt mér eitthvað, en ég hef aldr-
ei komið mér að því. Og oft hef ég spurt
sjálfan mig: „Hver er þessi unga og fagra
stúlka og hvers vegna situr hún alltaf við
gluggann, í staðinn fyrir að skemmta sér
eins og jafnöldrur hennar?“
Það var í kvöld, að ég fékk að heyra sögu
hennar, og hún er mér svo rík í huga, að
mér finnst ég verði að skrifa liana, ekki til
þess að birta, heldur til þess að geyma,
og leyfa kannske góðum vini mínum að lesa
eftir mörg ár.
í kvöld gekk ég sem oftar niður kirkju-
tröppurnar. Ég tók eftir horuðum, ungum
manni, sem stóð neðan undir þeirn, og ég
sá, að hann mændi döprum augum upp í
gluggann til stúlkunnar. Hann var fátæk-
lega til fara. Ógreitt hárið slútti fram á hátt
ennið. Hann var í ljósum sumarfrakka, þó
að kominn væri vetur. Ég hugsaði með mér,
að þarna væri þá tækifærið komið til þess
að grennslast eftir sögu liennar. Ég ávarpaði
manninn og bauð honum sígarettu. Ég
kveikti í. Síðan reyndi ég að tala við hann,
en það gekk stirðlega í fyrstu. Við töluð-
um um veðrið og aðra fáfengilega hluti, en
að lokum spurði ég hann, hvort hann vildi
ekki setjast með mér inn á K.E.A. Hann
játti því. Síðan gengurn við inn. Við feng-
um okkur borð og pöntuðum kaffi. Ég dró
„mænuna" upp úr vasanum og hellti út í
hjá okkur. Við drukkum góða stund. Sam-
ræðurnar urðu fjörugri. Að síðustu herti ég
upp hugann og sagði: „Þú hefur séð ungu
stúlkuna við gluggann ,er það ekki?‘ Ég sá
að honum brá, og einkennilegar viprur
mynduðust við munn hans. En ég lét það
ekki fá á mig og hélt áfram: „Ég hef hugsað
mikið um þessa stúlku upp á síðkastið, og
mig hefur langað til þess að vita, hver ltún
er.“ „Já,“ sagði hann, „ég þekki stúlkuna,
vinur minn.“ Hann virtist vera farinn að
finna svolítið á sér. Hann hélt áfram: „Ég
er jafnaldri hennar. Við gengum saman í
skólann á mOrgnana og úr honum. Ég kom
aldrei of seint. Svo fór hún að koma heim
til mín. Við töluðum mikið saman, 02: við
skemmtum okkur. Þannig liðu fjögur ár.
Við tókum gagnfræðapróf. Um sumarið
vorum við saman, og ég fann, að hún elsk-
aði mig. Um haustið fór ég í Iðnskólann.
Svo var það eitt kvöld, að hún kom til mín
og sagði mér, að hún væri að fara suður til
Reykjavíkur til þess að vinna. Ég tók það
mjög nærri mér, og það kvöld tók ég hana
í fyrsta sinn í faðminn og sagði henni, að ég
elskaði hana. — Hún fór suður. Við skrif-
uðumst á í rúmt ár, en síðan hættu bréfin
að koma. Ég beið milli vonar og ótta, og svo
kom fréttin. Hún hafði lent í bílslysi. Ég fór
suður undir eins næsta dag. Þegar suður