Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 9

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 9
RÆII VIÐ RÖGNVALD HANNESSON Eins . og kunnugt er, \ar Rögnvaldur Elannesson nýlega kjörinn ritstjóri Munins fyrir næsta skóiaár, og óskar fráfarandi rit- nefnd honum alls velfarnaðar í starfinu. Af þessu tilefni fór tíðindamaður blaðs- ins á fund hans. — Má ég ekki taka við þig viðtal fyrir blaðið, Rögnvaldur? — Jú, jú, fyrst það er fyrir blaðið, en ég er nú að sökkva mér niður í hið göfuga tungumál frönsku, svo að það má ekki vera of langt. — Þú ert nýkominn frá Ameríku, er mér tjáð. — Já, svo er mér líka tjáð. Ég kom þaðan 28. marz, en fór þangað skömmu fyrir jól. Ferðin var verðlaun í ritgerðasamkeppni stórblaðsins New York Herald Tribune. — Er mikil þátttaka í þeirri samkeppni? — Við vorum þarna frá 37 löndum, og var skipt niður í nokkra hópa. Þátttaka hér á landi var heldur dræm, að þvi er ég bezt veit, og ég vil benda mönnum á, að þarna er ágætt tækifæri til þess að sjá sig um í heiminum. — Og itvar dvaldist þú í Bandaríkjunum? — Aðallega í New York. Ég bjó þar á þrem heimilum, fyrst hjá gyðingapresti, og sótti ég mér andlegan styrk í hof hans. Síð- an dvaldist ég hjá kaupsýslumanni einum, sem liugsaði mestmegnis í dollurum. A heimili hans sá ég aðeins eina bé>k, alfræði- orðabók, sem liann hafði fengið að láni. Hins vegar skrapp liann eitt sinn til Ber- Gyðingi, en sá var trúlaus, lögfræðingur, sem hafði á sínum tíma staðið í málaþrasi gegn McCarthy og hinni óamerísku nefnd ltans. — Þú hefur ekki lent í klónum á þeirri nefnd? — Nei, það er eitthvað farið að draga af henni, því að það hafði engin eftirköst, þótt ég talaði harla opinskátt á stundum, t. d. í samræðum eins hópsins, sem voru fluttar í sjónvarpinu. Ég sagði þar, að íslendingar væru ekkert hræddir við sósíalisma og mundu koma lionum á, að svo miklu leyti sem þeir teldu borga sig. Það eru ýmsir í Ameríku haldnir móðursýkishræðslu við kommúnismann, en margir \ ilja líka ræða þau mál skynsamlega og komast að niður- stöðu. — Vel á minnzt, sjónvarpið, hefur álit þitt á því breytzt nokkuð frá því á málfundin- um fyrir jól? — Síður en svo. Þar sem hin „frjálsa sam- keppni“ augiýsenda ræður að mestu leyti sjónvarpsefninu, fer það aldrei upp fyrir meðallag að gæðum. Þó er hver stöð skyld að flytja visst magn af góðu efni, en það er yfirleitt á morgnana, þegar enginn hefnr tíma til að horfa á það. — Þú hefur ferðazt eitthvað um? — Við fórum til Washington og ræddum lítið eitt við Kennedy á tröppum Hvíta hússins. Hann sagðist vilja vinsamleg sam- skipti við allar þjóðir, og kem ég því hér með á framfæri. Svo fórnm við í Samein- uðu þjóðirnar og hlustuðum á umræður. Þá var verið að greiða atkvæði um Angóla- málið, og voru allir mættir netna Portúgal- ar og Islendingar. Dr. Ralph Bunche liélt fyrir okkur erindi um S. þ., mjög fróðlegt. Einnig fórum við til Suðurríkjanna. Rögnvaldur Hannesson. muninn 81

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.