Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1962, Side 12

Muninn - 01.05.1962, Side 12
SPURI UM DANS Muninn lagði ekki alls fyrir löngu svo- hljóðandi spurningu fyrir allmarga af nem- endum skólans: Hvers vegna er dans ein allra vinsœlasta skemmtun unga fólksins? Hér fara á eftir svör átta nemenda við þess- ari spurningu: Sigurður Guðmundsson, VI. A.: Ja, það hefur nú hvort sem er lengst af verið aðal- gaman ungs fólks að snúast kring um hitt kynið á einn eða annan hátt, í von um að geta þrengt hringinn smám saman. Þorbjörg Kaldalóns Jónsdóttir, III. A.: Dansinn er ágætur, allt frá vangadansi upp í twist. Mönnum gefst í honum tækifæri til þess að kynnast, hreyfa sig og liðka, sýna sig og sjá aðra og, síðast en ekki sízt, fyrir- taks tækifæri til þess að „slá sér upp“, eins og kallað er, og jafn\ el finna sér lífsföru- naut við sitt liæfi. Þau eru áreiðanlega þó nokkur hjónin, sem kynnzt hafa á dansgólf- inu. Unga stúlkan býr sig sínu bezta skarti, áður en hún fer á ball, og bíður síðan í of- væni eftir „sætum strák" í fermingarfötum og nýburstuðum skóm, sem stígur svo ofan á tærnar á lienni og orsakar líkþorn. En þó að unga stúlkan stirðni upp af sársauka og æpi í hjarta sínu, missir hún ekki blíðubros- ið af andliti sínu, ef hún hefur snefil af á- liuga fyrir stráknum. Guðmundur Eiriksson, VI. S.: Margt, sent er kynferðilegs eðlis, nýtur allmikilla vin- sælda, þó að oft sé lítið í það spunnið. Það er því ekki að undra, þó að furðulegar og heimskulegar hreyfingar, sem mótast af eðl- unarfýsn lýðsins, séu vinsæl skennntun ungs fólks. Hljómlistin verkar æsandi á menn og eykur á múgstemninguna. Drukknir menn eru mjög oft á dansleikjum, enda falla þeir þar vel inn í umhverfið. Það, sem gerir dans- skemmtanir jafn fjölsóttar og raun ber vitni, er, hversu ungt fólk er áhrifagjarnt og að menn liafa tilhneigingu til að vera eins og allir aðrir. Cecil Haraldsson, VI. S.: Vegna þess, að dans er ef til vill bezta skemmtun. sem völ er á. Ég vil leyfa mér að rnæla með dansi sem heilbrigðri skemmtun, ef vel er á haldið. En því miður eru til þeir menn, sem mála skrattann á vegginn og æpa, eins og rnenn í sárri nauð, urn múgsefjun og jafnvel eitt- livað enn þá verra og grófara. Og vissulega eru þessir menn í nauðum staddir. Þeir kunna ekki að dansa og, það sem verra er, hætta sinni aumu persónu ekki tit í að læra það. Þá halda þeir björgina óp og stóryrði, en svo er ekki. Hún er að læra að dansa og vera með í góðri skemmtun. Nanna Jónsdóttir, IV. A.: Flestir ung- lingar þrá ævintýri. Dansinn er tilvalinn til þess að veita þessari þrá útrás. Enginn get- ur sagt um það fyrirfram, hvort gaman verð- ur á dansleiknum eða ekki. Það er nefni- lega óráðin gáta. Gunnar Rafn Sigurbjörnson, V. B.: Ekki er hægt um vik að svara þessari rnerki- legu spurningu fyrir ólærðan mann í sálar- fræði og geðlækningum. Einnig er það til vandræða, að þótt svo væri, að maður vildi kynna sér þetta af fræðibókum, þá gefast þær fáar og ekki á aðgengilegum málum. En að órannsökuðu máli og í fljótu bragði virðist kynhvötin vera aðalorsök vinsælda dansins, og ber það vott um ótrú- legt ábyrgðarleysi hlutaðeigenda, þegar til- lit er tekið til ástandsins í heiminum. Dans getur aftur á móti verið dáindis- fagur á að ltorfa (ballett), en slíkt sést ekki á samkomum þeim, er dansleikir nefnast, þar sem maður og kona hnoðast hvort utan í öðru og loftið er fullt af því ferlega hvíi 84 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.