Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 24

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 24
OPIÐ BREF TIT HREINS PALSSONAR Hr. Hreinn Pálsson. Á kjörfundi þeim, er haldinn var „á Sal“ 13. þessa mánaðar, komst þú með nokkrar fullyrðingar og deildir hart á 4. bekkinga. Þar sem ekki var leyft að svara þessurn á- deilum til fullnustu á hinum sama fundi, vildum við aðeins reyna að sýna þér fram á, hvílíka firru þú barst á borð fyrir skóla- nemendur. Ekki getur það talizt fagur mál- flutningur að slá ryki í augu skólafélaga sinna og reyna að setja blett á einn bekk skólans til þess eins að hnekkja tillögu, sem fram kont á fundinum oo- var du« oo- oetu o o o o 4. bekkinga óviðkomandi. Um framkvæmdasemi 4. bekkinga, sem þú sagðir að væri liarla lítil, getum við ekki að fullu dærnt sjálfir. En eitt er víst, að ef við berum sarnan framkvæmdasemi ykkar nú- verandi 6.-bekkinga, þegar þið voruð í 3. og 4. bekk, þá var hún sízt meiri. Viljum við nú benda á nokkur atriði, sem þú hefðir átt að hafa í huga. T. d. hefur verið starfrækt hér ein fyrir- myndar hljómsveit í skólanum í tvo vetur, og hefur hún að mestu leyti verið skipuð núverandi 4.-bekkingum Ekki ber „Öskjuferðin" vott um fram- kvæmdaleysi í 4. bekk. Þér varð alvarlega á í messunni, þegar þú gafst í skyn, að 4.-bekkingar hefðu engan dansleik haldið fyrir jól og skemmtanahlé það, sem varð eftir jólin, hafi stafað af því, að 4.-bekkingar vildu ekki halda dansleik. Það er ekki hægt að segja, að þú hafir fylgzt. vel með félagslífi skólans, og er það furðulegt af formanni Leikfélagsins að vera. Vissulega héldum við dansleik fyrir jólin, svo sem gert hefur verið í mörg ár, og var sá dansleikur sízt verri en sá, sem þið hélduð 1959. Það hefur verið liefð, að 4. bekkur héldi tvo dansleiki á vetri. Síðasta dansleikinn fyrir jól og annan í febrriar eða marz. Héld- um við þessa dansleiki báða, og að því er við bezt vitum, hafði enginn slærnt af þeim að segja. Fyrsti dansleikurinn eftir jól var okkur óviðkomandi. Að síðustu viljum við gela þér eina ráð- leggingu, sem gæti komið þér að góðum noturn. Áður en þú kemur næst með full- yrðingar um félagslífið í skólanum, því að þar virðist þti lítið fylgjast með, skalt þti fara til Björns Teitssonar, ritstjóra, og kaupa öll tölublöð Munins í vetur og lesa vel skólaannálinn. Virðingarfyllst. Þrá.inn Þorualdsson. Gunnar Kárason. Gunnar Eydal. Asgeir P. Asgeirsson. Jóhann H. Jóhannsson. M U N I N N Útgefandi: Málfundafélagið Huginn Ritstjóri: Bjöm Teitsson Ritnefnd: Leó Kristjánsson, Rafn Kjartansson, Bergþóra Einarsdóttir, Sigurður Guðmundsson Ábyrgðarmaður: Bjami Sigbjömsson Auglýsingastjóri: Oddur Sigurðsson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 96 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.