Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 3

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 3
B L A Ð AKUREYRI m M E N u n i n n NTASKÓLANS Á MARZ MCMLXV . 37. ÁR . 3. TBL. FORSPIILL Saga mannsins hér á jörðu er bæði löng og skömm, allt eftir því við hvað er miðað. Á umbrotatímum hefur sagan verið löng. Miklir atburðir verða oft meiri í minningunni en þeir voru á sínum tíma. Hin stöðuga endurnýjun lífsins er stórfenglegasta kraftaverkið. Það er eilíf dögun og kvöldroði sólarlags. Nótt og dagur. Lífið er stærsta eign okk- ar. Hvernig við höfum eignast það, vitum við ekki. Við, sem teljum okkur höfuðpaurana á þessari litlu jörð, gróðursetjum verk okkar inn í söguna, afhendum niðjunum gjörðir okkar. Þetta er ósjálfrátt hlutverk okkar. Andleg stórvirki eru einkenni rísandi sólar, jafnt í þjóðlífi sem á himni. Ríki hinnar goðumbornu listar á sér hásæti í morgunsól. íslenzkt þjóðlíf hefur á undanförnum áratugum verið að rísa úr húmi aldanna. Allir krefj- ast síns réttar, vilja baða sig sem ríkulegast í þeirri árdegissól, sem loks hefur risið upp síðan Sturlungar riðu um héruð. Hver kynslóð ber sinn svip. Sag- an mun dæma okkur, þegar við verðum orðinn hluti fortíðar. Við verðum að hyggja eftir, hvað það er, sem við viljum flytja í skaut framtíðar, — hvernig við eigum að nýta stundina sem bezt. Skólamál hafa verið mjög á döfinni. Tveir fundir hafa verið haldnir hér í skólanum, annar um skóla og skólamál, hinn um fjölgun menntaskólanna. Var athyglisvert á fyrri fundinum, hvað mönnum var mikið í mun, að leik- fimismálum yrði komið í betra horf. En slíkar umræður eru e. t. v. í fullu samræmi við þann þroska, sem skólafyrirkomidagið, eins og það er, hefur möguleika á að veita nemendum. En gallar annarra námsgreina eru eflaust svo augljósir, að ekki tekur að ræða þá. Miklar hugleiðingar voru einnig um, hvernig fyrirkomulaginu skyldi háttað í framtíðinni. Allir eru sammála um, að fjölbreyttari deildaskipting þarf að verða, og mun það vera eitt það helzta, sem fyrirhugað er, svo og MUNINN 7L

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.