Muninn - 01.03.1965, Síða 7
PÉTUR PÉTURSSON:
Hlutverk blaðaútgáfu
í menntaskóla
Árið 1927 hófust nokkrir framtakssamir
nemendur Gagnfræðaskólans á Akureyri
handa við að gefa út skólablað. Aðalhvata-
maður að útgáfu blaðsins var Karl ísfeld,
sem síðar varð víðkunnur fyrir ljóðaþýð-
ingar sínar og ritsnilld. Þetta litla skólablað
hlaut nafnið Muninn, án efa í samræmi við
nafn málfundafélagsins Hugins, sem þeg-
ar hafði starfað í nokkur ár. Fyrsta tölu-
blaðið var ekki stórt, en samt markar út-
koma þess tímamót í sögu Gagnfræðaskól-
ans á Akureyri, sem síðar varð svo mennta-
skóli. Þetta var tilraun til að auðga skóla-
lífið af menningarstraumum og hún heppn-
aðist. Muninn hefur komið út nær óslitið
síðan og þjónað mikilvægu hlutverki, ætíð
verið skóla sínum til sóma.
Um það má raunar lengi deila, hvert
skuli vera hlutverk Munins og annarra
blaða, sem gefin eru út í menntaskólum
landsins. Ávallt eru einhverjir óánægðir,
telja skólablöðin hundleiðinleg og segja,
að ritnefndir þeirra kasti öllu léttu og
skemmtilegu efni, sem ekki stenzt harðar,
bókmenntalegar kröfur. Séu þessir „gagn-
rýnendur" inntir eftir því, hvers konar efni
þeir vilji að birt sé, þá svara þeir annað-
hvort engu til eða æskja fleiri slúðurdálka,
íþróttaþátta og dægurlagatexta. Svo eru
enn aðrir, sem átelja ritnefndir fyrir að
hleypa í gegn allskyns ómerkilegum rit-
smíðum, sem setji blett á heiður viðkom-
andi blaðs. Á þessu sézt, hversu skoðanir
manna eru skiptar um þetta mál.
Að mínu viti þurfti hlutverk skólablaða
í menntaskólum einkum að vera tvíþætt:
að gefa ungum ritsmiðum kost á að birta
verk sín og hvetja þá þannig til andlegra
iðkana, og svo er skólablað ómissandi öllum
menntaskólanemum, og ber þar margt til.
Skólablað varðveitir minningar frá
menntaskólaárunum og auðveldar gömlum
nemendum að minnast löngu liðinna at-
burða, sem sveipast reyndar oft dýrðar-
ljóma uppvaxtaráranna. Skólablað getur
því haft sagnfræðilegt gildi og verið merki-
leg heimild um skólalífið á viðkomandi
tíma, einkum ef birtir eru þættir úr skóla-
lífinu, og jafnvel ritdeilur geta haft sagn-
fræðigildi, enda þótt taka verði tillit til
þess, að í hita bardagans gæta skriffinnar
ef til vill ekki alltaf ýtrustu sannsögli eða
hógværðar. Vel skrifuð skólablöð geta líka
verið ósvikinn skemmtilestur og haft fram
að færa ritsmíðar, sem eru listaverk, enda
sannar reynslan það. Margir snillingar á
íslenzkt mál hafa ritað í Munin og jafnvel
ritstýrt honum, svo sem Karl ísfeld, Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi, Einar Bragi,
Steingrímur J. Þorsteinsson, Hjörtur Páls-
son og margir fleiri. Þvílíkar ritsmíðar sem
þessara manna hefur sérhver unnandi ís-
lenzkrar tungu ánægju af að lesa. Gott
skólablað, hefur því ætíð menningarlegt
gildi og er lyftistöng andlegu lífi í skólan-
um, enda eru skólablöð oft höfð sem mæli-
kvarðar á það, á hve háu andlegu þroska-
stigi nemendur viðkomandi skóla eru. Enn
fremur má geta þess, að útgáfa skólablaðs
örfar lesendur þess til ritstarfa og vekur þá
MUNINN 75