Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1965, Page 9

Muninn - 01.03.1965, Page 9
Flytjendur og starfsmenn Gaudeamus. (Ljósmyndimar tók E. Sigurgeirsson.) Gandeamus Það hefur verið venja um margra ára skeið, að Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) æfði leikrit til opinberra sýninga hér í bæ. Hefur sýningum þessum yfirleitt verið mjög vel tekið og þær fjölsóttar. Að þessu sinni var þó brugðið af venju um val á verkefni. í stað hins venjulega leikrits var boðið upp á samsetta dagskrá. Tel ég æskilegt, að slíkt fyrirkomulag verði haft á sýningum Leikfélagsins, a. m. k. öðru hvoru. Kemur þar til, að með því gæf- ist fleiri nemendum tækifæri á að koma fram opinberlega og hljóta þann reynslu- þroska, er því fylgir. Vil ég nefna sérstak- lega Jrá, sem hafa kunnáttu eða þjálfun á einhverju ákveðnu sviði, svo sem í hljóð- færaleik, söng eða upplestri, auk þess hæfi- leikafólks, er leikur í leikritunum. Aður en ég ræði um verkefni LMA að þessu sinni, vil ég geta um tildrög þess. Eru þau með nokkuð öðrum hætti en verið hef- ur að undanförnu. Snemma vetrar varð stjórn félagsins ljóst, að á þessu ári gæti starfsemin ekki orðið með sama sniði og verið hefur. Til þess lágu helzt þær ástæð- ur, að á hinu takmarkaða starfstímabili fé- lagsins var ekki unnt að fá Samkomuhúsið ti! þeirra afnota, sem nauðsynleg eru við uppsetningu og sýningar á löngu leikriti, og olli þetta stjórninni töluverðum vanda. Þótti henni súrt í brotið að þurfa jafnvel að leggja niður starfsemina af þessnm sök- um. Ekki var þó brugðið á það ráð. Var feng- inn hingað Haraldur Björnsson, einn af kunnustu frömuðum úr leiklistarheimi Jrjóðarinnar. Leiðbeindi hann um fram- sögn og fleira Jreim menntaskólanemum, er þess óskuðu. í samráði við Harald var síð- an hafizt handa um undirbúning skemmt- MUNINN 77

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.