Muninn - 01.03.1965, Page 14
GUNNAR STEFÁNSSON:
Hlutuerk blabaútgáfu í menntaskóla
Ekki orkar tvímælis, hversu það er æskilegt
og að öllu leyti jákvætt, að haldið sé uppi
eins grózkumikilli félagsstarfsemi innan
menntaskóla og aðstæður framast leyfa.
Með þátttöku í slíku starfi gefst nemend-
um kostur á að verja tómstundum sínum á
hollan og þroskavænlegan hátt, stækka
sjóndeildarhringinn og heyja sér reynslu,
sem iðulega reynist notadrjúg síðar á lífs-
leiðinni. Til slíkrar sameiginlegrar starf-
semi telst vitaskuld sitt af hverju, en ekki
sízt það félagsstarf, sem miðar að því að
veita mönnum kost á „að koma skoðunum
sínum og áhugamálum á framfæri bæði í
ræðu og riti,“ svo vitnað sé til laga Hugins,
skólafélags okkar. Það hlýtur að teljast
hverjum manni heppilegt að fá tækifæri til
að túlka sjónarmið sín fyrir öðrum, hvort
sem hann kýs að gera það frá ræðustóli eða
með penna sínum. Þetta hafa skólar flestra
menningarlanda löngu gert sér ljóst, og
innan þeirra, a. m. k. allra hinna æðri, eru
þess vegna rekin samtök, sem hafa það
markmið að glæða áhuga nemenda fyrir fé-
lagsmálum almennt, og veita þeim tæki-
færi til að sýna hæfileika sína og dugnað á
því sviði.
í þessu greinarkorni hyggst ég ræða
nokkuð um biaðaútgáfu innan mennta-
skóla, eins og hún horfir við frá mínum
bæjardyrum, markmið hennar og hlut-
verk, svo og þá erfiðleika, sem hafa löngum
steðjað að henni og munu trúlega gera
framvegis, ef svo fer fram sem stefnt hefur.
Allir hljóta að viðurkenna, að blaðaút-
gáfa er einn þýðingarmesti þáttur félags-
lífs innan hvers skóla. Skólablað ætti að
geta orðið dágóð spegilmynd þess, hver
áhugi (sé hann á annað borð fyrir hendi)
er fyrir skáldskap og slíkri andlegri mennt
innan skólans. Ennfremur má líta á skóla-
blað sem veigamikinn vott skólans út á við,
vott, er sýnir mætavel, hvort menningarlíf
hans stendur með blóma eða ekki. Vitan-
lega ætlast enginn til, að skólablað birti á
síðum sínum ritsmíðar, sem skipa megi á
bekk með sígildum bókmenntaperlum.
Eigi að síður verður að krefjast þess, að í
blaðinu sé a. m. k. eitthvert bitastætt efni,
sem réttlæti þá fyrirhöfn, sem útgáfa blaðs
hlýtur að kosta. Sé engu slíku efni til að
dreifa, er augljóst, að forsvarsmenn blaðsins
hafa ekki erindi sem erfiði, og naumast
annað fyrir hendi en að fyrirtækið leggi
upp laupana.
Nú eru það alls ekki mín orð, að sú hafi
orðið raunin á um blaðaútgáfu þessa skóla.
Ég álít einníitt, að blöð hans séu yfirleitt
góð, a. m. k. sízt verri en búast má við, sé
tekið tillit til allra aðstæðna. Ef hugleitt
er, hversu háttað er þeim jarðvegi, sem
skólalífið lætur blöðunum í té, mun þessi
fullyrðing mín verða mönnum skiljanlegri.
Eins og öllum má ljóst vera, hlýtur hver
skóli að vera spegilmynd þjóðfélagsins
sjálfs — og á líka að vera það. Skóli, sem
stendur utan og ofan við það þjóðfélag,
sem hann er sprottinn upp af, er ekki góð-
ur skóli. Hann er þá orðinn eins og hús,
sem er grundvallað á sandi og hlýtur að
hrynja, er fyrstu stormarnir blása. En skól-
inn okkar er ekki þannig úr garði gerður
fremur en væntanlega aðrar menntastofn-
anir íslenzkar. Hann er sprottinn upp af
íslenzkri rót og hófst til vegs og virðingar
á mesta framfaraskeiði, sem runnið hefur
yfir þessa þjóð.
Því er oft á lofti haldið, ekki sízt á hátíð-
legiim stundum, hversu okkur Islending-
82 MUNINN