Muninn - 01.03.1965, Síða 17
JONAS HALLGRIMSSON
LIÐIN STUND
Einfalda sæla, unað þinn hef ég teygað
og andlit þitt numið í bliki liðinna stunda,
þorstanum svalað í sjónhending gjafa
þinna,
sorgina grafið á mörkum skyns og drauma.
Gleði, þú hefir gengið hjá
og titrandi blómknappar hneigja í skaut
þitt
aldin af óbomu lífi,
angan frá saklausum stundum.
Hnigin er sól.
Sakna ég þín.
ps
Við djúpar lindir, dalsins þögla gnúp
þú dvelur einn og finnur blóðs þíns elfi
streyma hraðar, bmna fram og brátt
í blárri tign þér hrynja orð af vörum,
orð sem ljúka leyndum hirzlum upp
lauguð draumi er aldrei nær að rætast,
draumi er forðum hrærði hjarta þitt
í heiðarkyrrð á bökkum Galtarár.
— Hún kemur til þín, kemur undur hljótt,
kyssir munn þinn, helgar sér þín ljóð,
í æðra veldi óði þínum lyftir. —
Við landsins brjóst þú harmar, hörpusveinn,
og heyrir gráta blómálfa í lautu.
G. St.
MUNINN 85