Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1965, Qupperneq 18

Muninn - 01.03.1965, Qupperneq 18
Fyrstu dagana í desember virtist helzt sem nemendur hefðu ofreynt sig við framkvæmd hinnar myndarlegu skólahátíðar, sökurn deyfðar, sem einkenndi allt skólalífið. Samt sem áður var Laugalandsför ákveðin, en þegar safna átti liði, var nokkur uggur í mönnum, grunaði margan, að Laugarlands meyjar myndu verða illar viðskiptis. Þó reyndist um síðir kleyft að safna saman nokkrum hóp karlmanna úr öllum bekkj- um skólans, og héldu þeir síðan til Lauga- lands laugardagskvöldið 5. des. Með í för- inni voru allmargar 6. bekkjar meyjar til eftirlits. Ferðin kvað liafa gengið ágætlega, að minnsta kosti hjá sumum. Þess má geta, að sama dag kom út fyrsta tölublað Gambra á þessum vetri. Að vísu var blaðið ekki stórt, en lofar samt góðu um útgáfuna í vetur. Eftir helgina kvisaðist það, að gestavon væri. Reyndist það sannmæli, því að á þriðjudag kom sendinefnd á vegum menntamálaráðs, sem veita átti menningar- straumum inn í rykfallin menntasetur norð- anlands. Voru þetta þeir Kristinn Hallsson óperusöngvari, Jón Þórarinsson tónskáld, Gísli Magnússon píanóleikari, auk Njarðar P. Njarðvík, sem var einskonar fram- kvæmdastjóri sendinefndarinnar. Ætlun þeirra var að kynna Sveinbjörn Sveinbjörns son tónskáld, og gerðu þeir það eftir hádegi á þriðjudag við góðan orðstír. í öðrum tíma daginn eftir var kynningin endurtek- in fyrir efribekkinga. Á föstudagskvöld var þriðji málfundur vetrarins haldinn í setustofunni. Umræðu-- efnið var skólamál. Frummælendur voru þeir Sverrir Kristinsson og Steindór Stein- dórsson yfirkennari og ritstjóri. Fundurinn var mjög langur og fróðlegur. Voru menn almennt sammála um, að mikilla breyt- inga væri þörf á hinu stirðnaða kerfi ís- lenzkra menntaskóla. Var þetta einn lengsti og fjörugasti málfundur, sem haldinn hef- ur verið hér um árabil, enda héldu þrír kennarar ræður á fundinum. Þann 12. des. hélt svo 4. bekkur jóladans- leik. Voru skreytingar mjög smekklegar, þótt litlar væru. Komu þar í stutta heim- sókn jólasveinar nokkrir. Kyrjuðu þeir gamanvísur og gáfu litlum börnum gjafir við þeirra hæfi. Á mánudag kom út annað tölublað Mun- ins. Var það mun veglegra hinu fyrra, enda var því allvel tekið. Sarna dag var söngsal- ur og mikið sungið. Daginn eftir, 15. des., var Ólafur jóhann Sigurðsson kynntur á bókmenntakynningu. Mættir voru innan við tuttugu manns. Sýndi Jressi aðsókn glögglega bókmennta- áhuga menntskælinga. Fjölmenni ku hafa verið í leikfimihúsinu þetta sama kvöld. Jólavaka var haldin í setustofunni á fimmtudagskvöld. Flutti séra Friðrik A. Friðriksson jólahugvekju, og ennfremur söng skólakórinn. Gylfi Jónsson las þarna upp að vanda, í þetta skipti kvæði eftir Stefán frá Hvítadal. Auk þess las Einar Har aldsson jólasögu. Laugardaginn 19. des. var svo jólafrí gef- ið formlega. Raunar voru allmargir nem- endur Jregar farnir heim. Hélt svo hver og einn til síns heima, og kennarar vörpuðu öndinni af feginleik. 86 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.