Muninn - 01.03.1965, Síða 19
Upp úr áramótum tóku menntskælingar
þeir, sem úti á landi búa, að tínast til Ak-
ureyrar, en það gekk allerfiðlega, þar eð
snjóalög voru rnikil og óhægt um samgöng-
ur á landi, og ennfremur voru margir flug-
vellir fenntir í kaf. Átti kennsla að hefj-
ast 5. janúar, svo sem venja er. En þegar
til átti að taka, mætti ekki nema rúmlega
helmingur nemenda. Var engan veginn
kennslufært, t.d. hlaut Þórir Sigurðsson að
tala við sjálfan sig, er hann skyldi miðla
6. bekk stærðfræðideildar af vizku sinni.
En brátt rættist úr nemendafæð þessari, og
7. jan. voru allflestir menntlingar komnir
til bæjarins. En þá tók að bera á því, að
menn þyrftu að skreppa út úr tímum eða
jafnvel heim í ból sín. Orsökin til þessa var
miður hollur þrettándakvöldverður, en
þar voru étnar leifar frá jólaföstunni. Held-
ur virðist fæðinu í matarfélaginu fara hrak-
andi, á meðan setustofan býður æ fjölbreytt-
ari og betri vörur. Mun hagur setustofunn-
ar nú standa í miklum blóma.
Brátt tók nemendur að muna í sönsfsal.
o
Að undangengunum háværum áskorunum
á skólaganginum var gefin Salur, og þar
var sungið bæði vel og lengi.
Laugardaginn 16. jan. hélt Carmina dans-
leik. Skemmtiatriði voru fremur fáskrúðug,
upplestur og brandarar og að síðustu dans,
auk kvikmyndasýninga í náttúrufræðistof-
unni. Aðsókn var ekki góð.
21. janúar var hringt á Sal, en þann dag
hefði Davíð Stefánsson orðið sjötugur, ef
honum hefði enzt aldur. Hélt skólameistari
erindi um skáldið, og að lokum las Gunnar
Stefánsson upp nokkur kvæði eftir Davíð.
Sama dag hófust hinar árlegu bekkjaferð-
ir í Skíðahótelið. Voru þær í ár með svip-
uðu sniði og í fyrravetur. Lagt var af stað
frá heimavistinni um kaffileytið, dvalið
einn dag efra og komið aftur um hádegi
þriðja daginn. Eyddu menn tímanum þar
efra við skíðaferðir, og sumir renndu sér
á rassinum eða á andlitinu. Ekki urðu nein
óvenjuleg meiðsli á mönnum, svo vitað sé.
22. dag janúarmánaðar var tónlistarkynn
ing í setustofunni. Kynnt voru norrænu
tónskáldin Grieg og Sibelius. Kynningin
var ekki fjölmenn, en tókst allvel.
Laugardaginn 30. var Salur til minningar
um Winston Churchill, sem var til moldar
borinn þennan sama dag. Fór skólameistari
örfáum orðum um hinn látna stjórnmála-
skörung, og að síðustu var hálfrar mínútu
þögn.
Sama dag var kvikmyndin „Sammy go-
ing south“ sýnd á vegum Borgarfilmunnar.
Var þetta önnur kvikmyndasýningin, sem
þessi samtök hafa staðið að í vetur.
Um kvöldið var svo skóladansleikur. Um
hann sáu íþróttamenn. Skemmtiatriði voru
upplestur og bítlamúsík. Fámennt var, en
þrátt fyrir það skemmtu menn sér allvel.
Segja má, að talsverð deyfð hafi ríkt í
félagslífi skólans þennan mánuð. Orsökin
er vafalaust sú, að í janúar standa þrír
bekkir skólans í miðsvetrarprófum, en próf
hafa, sem kunnugt er, ávallt mjög lamandi
áhrif á allt andlegt líf.
Læt ég hér staðar numið að sinni. ip.
Gísli Jónsson í tíma hjá III. c.: „Kölski var
annálaður hagyrðingur."
MUNINN 87