Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1965, Page 20

Muninn - 01.03.1965, Page 20
Fugl ajungiá Saga til gula kanarífuglsins, sem dó í búrinu sínu fyrir jólin Dagar hinna björtu nátta voru liðnir. Á hvítmosanum inni í jökulhviftinni var haustþing fuglanna. Dal- rjúpan hafði orðið. „Að þessu sinni munum við ekki skilja“ sagði hún við ferðbúna far- Euglana. „Ég kveð þetta land og fer með ykkur.“ „Hvers vegna?“ var spurt ofan af grásteininum, neðan úr hvarfinu. „Endur fyrir löngu, þegar ég fyrst bjó mér ból í þessu landi, voru jökl- arnir hvítir og loftið tært“ svaraði dalrjúpan. „Mennirnir áttu auðmýkt og kusu fegurð fremur auði. Þeir voru hfuti landsins og vöktu ást mína. Nú eru þeir landdrottnar og meta til gulls blóðæsarnar á sundruðu brjósti mínu. Af þeim sökum fer ég með ykkur.“ Inni yfir jöklinum þéttist blóðský. Þrösturinn kinkaði kolli. „Hvert?“ spurði hrafninn. „Yfir hafið til þess lands sem á hvíta jökla og tært loft. Þangað, sem fegurðin situr ennþá í öndvegi í hugum mannanna." í hvilftinni vaknaði spurning. „Ég?“ — „Þú?“ var kvakað, kvakað, kurrað og tíst. Að lokum fannst svarið. „En hvert eigum við að fara?“ var krían spurð. Hún var margvís og idðförul. „Bjarma hins rauða gulls slær á alla jörð, og hreinleiki jöklanna er víð- ast glataður. Hvarvetna, þar sem dansinn umhverfis gullið er stiginn, drottna mennirnir. En - ef til vill....?“ Á jökulinn féll rauðlitað regn. Vindgustur næddi um hvilftina. Úti á heiðinni fór lambagras að gráta, því bráðum átti það að deyja. Fuglarnir hófu flug sitt út til hafsins, sem umlukti friðlaust landið. íón 88 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.