Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 26

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 26
þar sem handleiðsla væri meiri. Tími og kennsluorka nýtist illa, eins og nú er. Og þarna er það einmitt, sem tregðulögmál andans kemur til. Eru nemendur engu síð- ur en kennarar háðir því. Hvorir tveggja eru tregir til að breyta til.“ „Telurðu að auka skuli deildaskiptingu og fjölga námsgreinum?" „Námsefnið þarf eflaust að endurskoða í samræmi við nýjungar og breyttar kröfur. Kennslubækur þarf að velja af kostgæfni, helzt að semja íslenzkar í sem flestum grein- um. Annars hef ég engar tillögur á hrað- bergi. — Eg tel deildaskiptinguna of ein- skorðaða og jafnvel ætti ekki að rígbinda menn við fastar deildir. E. t. v. mætti vera opin sérstök leið gegnum skólann fyrir þá mörgu, sem ekki ætla sér í langt háskóla- nám. Þeir gætu fengið einhverja starfs- menntum." „Hvað viltu segja um félagslíf í sambandi við námið?“ „Félagsstarfsemi er auðvitað afar nauð- synleg uppeldi og almennri menntun. En að sjálfsögðu mega nám og félagsstarf ekki vinna hvort gegn öðru. Eg tel, að skólastjórn og kennarar ættu að beita sér fyrir því, að fræðsla fari ekki einungis fram í kennslu- stund, heldur verði fengnir sérfróðir menn á vegum skólans til fyrirlestrahalds um ýms efni og tengja með því nám og leik. Þátttaka í félagsstarfinu á ekki að vera flótti frá námi, heldur örvun til náms.“ „Hyggurðu ekki, að skólinn ætti að leið- beina nemendum meira en nú er gert um þá möguleika, sem eru fyrir hendi að loknu stúdentsprófi?" „Jú, skólinn þyrfti að hafa undir höndum skýrslur um háskóla og þörf þjóðfélagsins á menntuðum mönnum í ýmsum greinum. Skólinn er einmitt undirbúningur undir framhaldsnám. >Það mætti ganga enn lengra í þá átt. Menntaskólar hér á landi gegna á vissan hátt hlutverki háskóla erlendis. Þeir eru helztu menntastofnanir úti á landi. Því get ég vel hugsað mér, að menntaskólinn hér verði einnig vísindastofnun. Rannsókn- ir ættu að vera í náttúrufræði, eðlis- og efna- fræði o.s.frv. Hægt væri að láta nemendur vinna eitthvað undir handleiðslu vísinda- manna, sem jafnframt kenndu við skólann, og áhugasömum nemendum yrði gefinn kostur á að vinna við rannsóknir að sum- arlagi. Þetta myndi glæða áhuga nemenda og efla stofnunina, sem yrði á þennan hátt vísir að háskóla, er síðar mundi svo rísa.“ „Nú er sem kunnugt mikill kennaraskort- ur við menntaskólana. Hvaða ástæðu tel- urðu helzt fyrir því, að hvað mætti gera til úrbóta?" „Það vantar kennara á öllum skólastigum skilst mér. Forráðamenn menntamála eiga mikla sök á því. Kennaramenntunin hefur verið vanrækt. Nú á dögum er litið á það fé, sem veitt er skólum og menntamálum, sem arðbæra fjárfestingu. Þetta skilja allir, en fjárfestingunni er óskynsamlega ráðstaf- að, ef skólarnir starfa illa vegna ófullnægj- andi skilyrða til kennslu. — Til þess að gera kennarastarfið aðlaðandi þarf að bæta að- búnað skólanna, gefa kennurum færi á að auka menntun sína og kynnast nýjungum. Til þess þyrfti ekki stóran hluta af hinum mikla rekstrarkostnaði. Fyrir lítið fé má t.d. bæta eðlisfræðistofuna hér verulega, en hún en nú mjög illa búin. Er ég afar óánægður með það. Raunar er skólahúsið allt úr sér gengið. Er mjög knýjandi, að lagfæra það og reisa auk þess nýja byggingu." „Hvað vildir þú segja að lokum?“ „í reglugerð fyrir menntaskóla segir á einum stað: — „Skulu kennarar og nem- endur leitast við í sameiningu, að glæða heilbrigðan anda í skólunum." Ég óska, að svo megi ævinlega verða í Menntaskólan- um á Akureyri." Við þökkum Þóri greið svör og vonum, að orð hans verði íhuguð í þeirri endur- reisnarbaráttu, sem er í uppsiglingu í skóla- málum landsins. Páll Skúlason. — Bjöm Pálsson. 94 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.