Muninn - 01.03.1965, Side 29
Viá vatniá
Ég sit í grasinu og horfi út á vatnið. Það er
logn, og vatnið er spegilslétt, nema þegar
silungurinn vakir eða flotholtið mitt hreyf-
ist undan þunga línunnar. í>að er sólskin
og þurrkur, en ég þarf ekki að vinna í heyi
í dag, af því að það er sunnudagur. Mér
leiðist annars oft á sunnudögum. Það get-
ur verið leiðinlegt að leika sér aleinn, þegar
maður er orðinn ellefu ára. Þá er oft skást
að veiða, jafnvel þótt maður verði ekki var
í heilan klukkutíma eins og núna.
IJað skrjáfar í grasinu fyrir aftan mig.
Stúlka á líku reki og ég kemur hlaupandi.
Ég þekki hana ekki, en fæ brátt að vita, að
hún er nýkomin á næsta bæ og henni leiðist
líka í dag. Hún stingur upp á, að ég komi
heim með henni, og ég samþykki það. Ég fer
að vinda inn línuna og stríði henni á því, að
hún sé fiskifæla, en ég sé ekki, hvort hún
móðgast, því að nú er kippt í færið. Hann
er kominn á.
Við fylgjumst bæði spennt með fiskinum,
þar til hann liggur á bakkanum. Þá losnar
hann af önglinum og spriklar í grasinu til
að reyna að komast út í vatnið aftur, en ég
kasta honum lengra upp á bakkann og næ
svo í stein til að rota hann.
„Ekki drepa silunginn," segir stúlkan,
og ég hætti við það, en óska þess innilega,
að hún væri strákur.
„Hvers vegna ekki?“ spyr ég.
„Hann er ekkert meiddur, þú getur
sleppt honum.“
Ég íhuga málið. Silungurinn er reyndar
ekki stór, en hann er ætur. Auk þess er svo
skelfing leiðinlegt að koma ekki heim með
neitt.
„Ég á silunginn,“ segi ég. „Ég veiddi
hann.“
„Hver átti liann áður?“ spyr hún.
„Björn,“ segi ég. „Hann á vatnið og sil-
ungana í því. Hann leyfði mér að veiða.“
„Af hverju eiga silungarnir ekki vatnið?“
spyr stúlkan. „Leir búa þar.“
„Þeir geta ekki átt neitt, þeir eru bara
fiskar."
„Þeir eiga að minnsta kosti sjálfa sig,“
segir hún. „Líka þessi, þótt þú sért búinn að
veiða hann.“
„Hann beit á öngulinn!" segi ég og reyni
að láta eins og mér finnist, að ég eigi enga
sök á þessari glópsku silungsins.
„Hann hefur ekki séð línuna,“ segir stúlk
an og horfir enn á silunginn, sem nú er
tekinn að dasast. „Svo hefur hann kannski
verið svangur."
Mér finnst þetta lítil afsökun fyrir sil-
unginn, en samt er steinninn, sem ég held
á, orðinn nokkuð þungur, miklu þyngri en
svona lítill steinn getur verið. Ég kasta
honum út í vatnið.
„Þú verður þá að segja, að ég hali fengið
hann,“ segi ég, um leið og ég tek um hnakk-
ann á silungnum. Hún lofar því, og ég
hendi silungnum á eftir steininum. Hann
buslar svolítið í vatnsskorpunni, en hverfur
síðan, og vatnsflöturinn verður aftur slétt-
ur, svo hægt er að sjá bláan himininn og
hvít skýin langt niðri í vatninu.
Við göngum af stað, og hún talar í sífellu.
En ég hlusta ekki á hana. Ég er að hugsa.
Hefði ég ekki átt að drepa hann? Alstaðar
eru menn að drepa fiska, og úti í löndum
eru menn, sem drepa aðra menn til þess að
eignast eitthvað. Og þó eru þeir líka drepn-
ir, sem ekkert eiga nema lífið. Alveg eins
og silungurinn. Og ég, sem á svo margt, ætl-
aði að taka það eina, sem silungurinn átti,
frá honum. En myndu aðrir skilja, hvers
vegna gerði ég það ekki? (Framh. á bls. 102)
muninn 97