Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1965, Side 31

Muninn - 01.03.1965, Side 31
Gamla skólavarðan á Vaðlaheiði sézt að vísu enn, þar sem liana ber við himinn á fjallsbrúninni, beint austur af bænum, en ekki hefur verið hirt um hana í fjöldamörg ár, og brátt mun hún samlagast landinu, hverfa og gleymast, eins og margt annað í rás tímans. Þarna uppi er fágætt útsýni í allar áttir í góðu veðri, og ógleymanlegt þeim er þangað koma. Væri það ekki þess virði, góðir nemend- ur, að fórna einum góðviðris sunnudegi á komandi vori og sameinast um að fara þarna upp og endurhlaða þetta gamla ein- ingartákn á Vaðlaheiði? B. G. Hvað er maðurinn að segja? „Og ef ég ætti að gefa ykkur eitt heilræði, þá blessuð lærið að tala ef þið getið, en látið ekki röddina þjaka ykkur alla tíð.“ Eitt- hvað þessu líkt sagði Steindór Steindórsson eitt sinn í tali við nemendur, og eru þetta orð að sönnu. Hann vill láta okkur læra að tala. Getur það verið, að menn í mennta- skóla þurfi að læra að tala? Virðum fyrir okkur málavöxtu. Við, sem hér erum og stefnum að stúdentsprófi, eigum það flest í vændum, fyrr eða síðar, að halda smá ræðu stúf, flytja nefndarálit o. s. frv. Þetta tekst fáum sómasamlega, nema Jreir hafi hlotið einhverja tilsögn í framsögn áður. Það er því augljóst, að liverjum og einurn er bráð nauðsynlegt að geta komið fyrir sig orði, það er, að geta sett saman og FLUTT t.d. smá afmælisræðu, svo að áheyrilegt megi tel jast. Ekki nema einstaka menn eru fæddir ræðumenn, en flestir geta tamið sér þokka- legan framsagnarmáta. Þannig á það að vera. En hvað um það, að við kunnum ekki að tala? Að mínu áliti er það hörmuleg stað reynd um allt of marga. Séu einhverjir látn ir lesa óbundið íslenzkt mál t.d. í íslenzku- tíma er lesið lágt, jafnvel tuldrað ofan í bringu sína, ekki litið upp og undantekn- ingarlítið flýtt sér. Afleiðingin verður, að eyru áheyrendanna sljóvgast algerlega fyrir Jressum samfellda straum af óskiljanlegu suði, og flutt efni fer fyrir ofan garð og neðan. Þeir, sem tóku þátt í framsagnarnám- skeiði Haraldar Björnssonar munu sjálfsagt hafa heyrt og séð hvílíkum stakkaskiptum flutningur málsins getur tekið, því að með framsögninni stendur eða fellur efni, sem flutt er að miklu leyti. Þess vegna teldi ég æskilegt, að lagt yrði meira kapp á að segja mönnum til í flutningi móðurmálsins en verið hefur, og einnig, að menn sjálfir leggi meiri rækt við flutning sinn, að minnsta kosti, ef ætlast er til, að aðrir eigi að hlusta á hann. Mundi þá margur er hann yrði að segja nokkur orð opinberlega, hrósa happi yfir því, að liann naut á sínum menntaskóla árum nokkurrar tilsagnar í framsögn. Err. Venienti occurite morbo. Senn líður að kosningum í skólanum. Nem- endurnir lífgast við og vakna af vetrardrung anum. Embættisvonbiðlarnir þeytast um og reyna að koma sér vel við hvern og einn. Áróðursmennirnir grafa upp ryðguð bar- áttuvopn bæta þau og endurnýja. (Oft er ekki vanþörf á því). En málshátturinn „allt er bezt í hófi“ á hér, sem annarsstaðar við. En misbrestur hefur orðið á því, að allir hafi hann í heiðri. Þegar rógurinn og ill- mælgin hasla sér völl, er ekki nema eðlilegt að maður staldri við og spyrji sjálfan sig: Erum við ekki komnir á villigötur? Er það sæmandi menntaskólanemum að nota allar óprúttnustn aðferðir stjórnmálabaráttunar (svo reisuleg sem hún er) til Jress að koma sér og sínum fylgifiskum í ábyrgðarstöður í skólanum? Ég hygg, að meirihluti nemenda álíti þetta ekki æskilegt og sízt nýjum nem- endum skólans til eftirbreytni. Segja má, að fáeinir menn beri höfuðábyrgð á þessu á- standi, en megin sökin er hjá okkur nem- MUNINN 99

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.