Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 5

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 5
Scholae komust í sitt hefðbundna haustferðalag miðvikudaginn 12. okt. Var því allt með friði innan veggja skólans, unz ferðalang- arnir komu aftur og tolleringar hófust. Stóðu þær yfir í tvennar frímínútur, eða þangað til saxast tók á limi, að þær voru afnumdar. Setustofunefnd bauð nemendum til dans- leiks í húsakynnum sínum sunnudagskvöld- ið 16. okt. Lék þar fyrir dansi nýstofnuð hljómsveit, sem ber hið þjóðlega nafn „Tax- menn“. Er liún sízt verri en nafnið bendir til. Um miðjan mánuðinn fékk einhver þá hugmynd, sennilega frá kennara, að hæfi- legt væri að fara að biðja um mánaðarfrí. Var því safnazt saman fyrir dyrum Kennara- stofunnar og sungið „Mánaðarfrí" að göml- um sið og undir gömlum lögum. Má skjóta hér inn í tilmælum til tónlistar-hugvits- manna, að þeir efni til nokkurrar nýbreytni í þessu sambandi. En hvað um það, hringt er á Sal í miðjum frímínútum að þessu til- efni, og því lýst yfir, að mánaðarleyfi yrði á þriðjudag. Hefur þar sennilega ekki verið nm að ræða gutl í frímínútum. Oðinn, málfundafélag 3. bekkinga, hélt sinn fyrsta málfund á vetrinum þann 20. okt. Þótti mönnum busar skjóta skólafélag- inu Hugin ref fyrir rass, en það hafði þá ekkert lífsmark sýnt, nema fjölrituð höfðu verið lög félagsins. Málfundur Óðins fór vel fram, ræður voru margar, en sumar stuttar. Jafnframt fór fram kosning fulltrúa í ritnefnd Munins og stjórn Hugins. Var Kristján Jónsson kominn í ritnefnd, en Æv- ar Kjartansson í stjórnina. Fyrsta vetrardag bar upp á laugardag í ár, aldrei slíku vant, og var þá haldinn aðál- fundur Nemendasjóðs kl. 9 um morguninn. Skólameistari gerði grein fyrir sjóðnum, sögu hans og efnahag. Þá voru eftirtaldir nemendur kosnir í stjórn hans: Jósep Blön- dal, Stefán Vilhjálmsson, Erlingur Sigurðs- son og Jóhann Tómasson. Að fundi lokn- um voru innheimt skólagjöld. Um kvöldið héldu 5. bekkingar dansleik á Sal. Var hann vel sóttur. Þar var bingó og tízkusýning ein herjans mikil til skemmt- unar. Taxmenn og Geislar héldu uppi há- vaða, einkum náðu Geislar langt í því. A mánudag var dags Sameinuðu þjóð- anna minnzt á Sal. Flutti skólameistari þar bráðsnjalla ræðu um S. Þ„ enda hefur hann setið allsherjarþing þeirrar stofnunar, svo sem eldri bekkingar muna. A miðvikudag var enn Salur og nú m. a. í tilefni af opnum bókasafnsins kvöldið áð- ur. Fagnaði skólameistari þessum áfanga, las upp reglugerð um safnið og hvatti nem- endur til að nota það vel. Á eftir var sungið. Komu þá fram á Sal í fyrsta skipti ýmis skemmtileg lög og textar, sem einhver hinna nýju kennara skólans er talinn hafa flutt með sér hingað. Ber að fagna slíkum skemmtilegheitum í kennarahópi. Loks gerðist það þann 27., að Huginn rumskaði og það svo um munaði, enda svefninn orðinn „frarn úr hófi stór“. Mál- fundur var haldinn í setustofunni, og voru framsögumenn hvorki meira né minna en fjórir. Jakob Hjálmarsson talaði urn bóka- safnið, Hannes Sigurðsson um rauða varð- MUNINN 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.