Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 11

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 11
Dvína fljótt í dagsins önn dýrsleg sköll og læti. Hjalti er ánægðnr með frammistöðu sveitunga síns, en sendir honum örlitla töflu með hólinu: Einn er hérna okkur með ætíð hress og glaður. Erlingur með opið geð allra nautna maður. .....J^etta er helv .... lýgi .... Menn gerast nú kaffiþurfi og hvetja bjölluna ákaft. Ragnar veit af langri reynslu, að slíkt muni ekki bera árangur: Hættið að trukka takkann snjáða, trauðla má yrkja þambandi. Hun tjáði mér það telpan áðan, að tippið er ekki í sambandi. Eftir drjúga stund kemur svo beingengl- an með glaðninginn. F.n ritstjórinn er ekki ánægður með servisinn og muldrar í barm sér: Þjónustustúlka, stelputrippi, stend ég hér, svangur kaupandi. Þegar ég styð á þetta tippi, þú átt að koma hlaupandi. Valdimar rís nú tir sæti og fortelur sam- kundunni, að hann haldist ekki lengur við, sakir óviðurkvæmilegs andrúmslofts. Kast- ar liann kveðju á lýðinn með vísu Jressari: Þegar ég er farinn frá, fyrst ég óskað gæti, að Drottinn ykkur héldist hjá og helzt í mínu sæti. Stendur nú Sigurður upp, hægt og hátíð- lega, og sezt í sæti Valdimars. Fliss mikið setur að hagyrðingum, en Sigurður virðist hafa fengið slettu af anda yfir sig, því að nú stynur hann upp sinni fyrstu vísu, hugsandi til eins af jDeim manndómsmönnum, er kvöddu skólann síðastliðið hanst. Góður drengur genginn er götu breiða. Aldrei sést hann aftur hér, öldur meiða. Kristján Jónsson frá Vaðbrekku kvartar yfir andaleysinu auðnideysisistiskt. Þornar andans ljóðalind, leggst oss vandi að höndum. Þetta er fjandans fár og synd. Mér finnst ég standa í böndum. Sigurður hefur setið og tottað pípu, harð- ánægður með skáldgáfu sína. Bindindis- maðurinn kemur þá upp í Gunnari Frí- mannssyni: Píputóbakstjörubolli taugar hrellir manns. Rýkur út úr rotnum kolli rauða varðliðans. .... með skírskotun til háralitar um- rædds. Kristján kemur Gunnari til full- tingis: Alltaf Siggi undrast það, að allir meta hans ljóðagerð jafnt og tvínýtt toiletblað, teygt og snjáð af langri ferð. Reiðist Sigurður ákaflega og fer að ljúga: Fullur út um borg og bý, brennivíni að stela. titrandi eins og tappi í tómum viskípela .... MUNINN 11

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.