Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 10

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 10
Lausavísnaþáttur Laugardaginn 22. október var haldinn fyrsti hagyrðingafundur Munins á vetri þessum. Voru mættir til leiks í litla salnurn á K.E.A. átta sem hagyrðingar og einn, Sigurður Jakobsson, sem yrkisefni. Ragnar Aðal- steinsson reið manna fyrstur á vaðið: Öll er listin utan gátta, orðsins þrýtur mátt. Jólasveinar einn og átta yrkja vísnaþátt. Eftir vísu þessa þegja menn sem ákafast og neita að yrkja, nema ritstjórinn blessi lýðinn. Ekki stendur á blessunarorðunum: Til að leiki ljóðahiti ljúft um hugi silkifína, af göfgu sinni og vænu viti veiti ég ykkur blessun mína. Valdimar Gunnarsson lætur fyrstur frels- ast og sléttubindur: Yrkjum ljóðin rakir rétt, rímum snjallar vísur. Virkjum óðar lindir létt, lofum allar skvísur. Ragnar er þeygi bjartsýnn: Aleinn í þögn ég þrjózkast í þreifandi sálarbyl. Inspírasjónir óskast, ef einhverjar reynast til. Ritstjórinn reynir að hvetja nafna sinn, Kristjánsson, til dáða: Upp með þína óðarglóð, ortu lon og don. Láttu fjúka ljóðin góð, lepetitgar^on. En hinn bregzt ókvæða við og þykir að sér sneitt: Eigi vandar vísur oss, varð þó strand að sinni. Leirugt þandi ljóðahross, lenti í hlandforinni. Ritstjórinn lætur ekki vaðá ofan í sig, en svarar: Lítill er skáldaleri hér, leirnum fretar hann upp úr sér. Þú gætir leikandi verið, ver, vasaútgáfa af sjálfum mér. Hjalti Pálsson hefur setið lengi og nagað penna sinn. Erlingur nendir honum pjötlu nokkra, á hverri stendur: Lízt mér vanti ljóðin snjöll að lífga flokkinn hljóða. Ber því fram í bragarhöll Bölverks-mjöðinn góða. En Hjalti virðist tregur til. Sér nú rit- stjórinn, að andleysi ríður húsum og kveð- ur: Andans virki, vilja sneydd virðast hlaðin gjalti. Skal nú ljóðsins gata greidd, gerðu vísu, Hjalti. Hjalti stenzt ekki eggjanir þessar og kveður: Byltast menn í bragarfor, býðst ei nokkur þokki. Fákur ljóða að falla úr hor fer á höstu brokki. Erlingur Sigurðsson kveður sér hljóðs á ný: Bráðum munu frost og fönn firra okkur kæti. 10 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.