Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 20

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 20
Aðalsteinn, og syngja bara í sögutímum? Eða jafnvel öllum tímum yfirleitt? Eg spyr, ég veit það ekki. GÓÐIR GESTIR. Hingað komu fyrir nokkru þeir Höskuld- ur Þráinsson úr Norrænudeild H. I. og Jó- hann Briem, ritstjóri Verzlunarskólablaðs- ins. Tilgangur með ferð þeirra hingað norð- ur var að kanna áhuga manna á því, að gefið verði út blað, hvers efni verði safnað í menntaskólunum öllum, Verzlunarskól- anum, Háskólanum, Kennaraskófanum og auk þess ýmsum héraðsskólum. Er áætlað að gefa blað þetta út í stóru upplagi, og mun fyrsta tölublað líta dagsins ljós í byrj- un næsta árs, ef menn verða iðnir með penna sína. Hugmynd þessi er mjög athyglisverð að mínum dómi og ærin ástæða til að grunda málið vel. Þetta blað gæti einmitt orðið upphafið að stofnun samtaka verðandi há- skólaborgara, en þann hlekk hefur hingað til algjörlega vantað í keðju hins íslenzka þjóðlífs. Erlendis eru samtök sem þessi hvar- vetna fyrir hendi, og taka stjórnarvöldin að jafnaði mikið tillit til þeirra. Fram til þessa dags hafa menntaskólarnir haft furðu lítið samband sín á milfi, nema ef vera skyldu nemendaskiptin. Hfýtur það að vekja furðu, að þeir, sem eiga að erfa landið, skuli ekki reyna með einhverju móti að hafa áhrif á gang rnála í landinu. En slíkt getur aldrei náðst nema með sterk- um samtökum. Þetta blað gæti einmitt orð- ið grundvöllur undir slík samtcik. Vil ég því eindregið hvetja menn til að láta af hendi rakna það, sem þeir láta skólablöðin ekki fá af sínum andans fæddu fóstrum. Það er kominn tími til að verðandi mennta- menn þjóðarinnar fari að vakna af því dái, sem Jreir bafa hvílzt í undanfarna áratugi, og með blaði þessu er stigið stórt spor í átt- ina til að svo megi verða. UM MÖTUNEYTIÐ. Nokkuð hefur nú rætzt úr biðraðaöngþveit- inu, sem þjáði þá, er í mötuneytinu snæða, fyrst í vetur. Er það til fyrirmyndar, að mál sem þetta skuli tekið föstum tökum þegar í upphafi og öll vandræði niður kveðin. Nokkur óánægja ríkir meðal manna um greiðslufyrirkomulag mötuneytisins. Menn eta sumir hverjir aðeins einstöku sinnurn morgunmat og kvöldmat, en verða þó að greiða nákvæmlega sama verð og aðrir, sem borða allar máltíðir. Eins og hver heilvita maður hlýtur að sjá, felst í jDessu nokkuð ranglæti. Að vísu eru úrræði ekki mörg fyr- ir hendi í þessu tilviki, en Jrau eru þó fyrir hendi. T. d. mætti taka upp hið sama fyrir- komulag og notað er á Garði, en þar greiða nemendur annaðhvort máltíðina strax, eða láta stimpla á Jaar til gert spjald, livenær þeir snæða í mötuneytinu. Sé ég ekkert því til fyrirstöðu, að þetta fyrirkomulag verði tekið upp hér þegar í stað. Mætti þá stimpla inn á spjaid í hvert sinn, sem nemandi neyt- ir máltíðar í mötuneytinu og reikna síðan út hlutfallslega, hvað honum ber að greiða. Fæði og þvottur hafa aldrei verið seld dýrt iiér, en jDrátt fyrir Jjað er engin ástæða til að nemendur greiði fyrir mat, sem Jreir alls ekki hafa í sig látið, og borgi þvott fyrir óhreinu fötin, sem [jeir ganga í. SPORIN HRÆÐA. Leiðindamál hefur verið á döfinni undan- farið. Hafa nokkrir nemendur skólans ver- ið staðnir að því að vera með ólæti á Terí- unni og jafnvel blanda Jrar vínföng sín. Vekur þetta að vonum undrun og reiði jafnt bæjarbúa sem nemenda. Það er ekki furða, þótt beri á andúð hjá Akureyringum í garð Menntaskólanema, Jregar þröngur hópur vinnur að því, beint eða óbeint, vilj- andi eða óviljandi, að eyðileggja mannorð skólans sem heildar. Við eigum að teljast 20 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.