Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 19

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 19
Héðan handan °g AFNÁM TOLLERINGA. Nú ganga þriðjubekkingar um ótolleraðir ogigorta jafnvel af. Veldur því afnám toller- inga þegar í upphafi, vegna þess, að mann- vesalingur einn gekk í veg fyrir sjálfan sig og braut aðra af tveimur uppistöðum sín- um. Þykir mönnum það að vonum hneisa mikil, að þessi gamli og skemmtilegi þáttur í skólalífinu skuli nú allur, a. nr. k. fyrst um sinn, jjar til heppilegt fyrirkomulag verður fundið upp af ráðsnjöllum mönnum. Að vísu getum við sjálfum okkur um kennt. Tolleringar geta farið friðsamlega fram, ef allir leggjast á eitt. Þegar allt að 100 mönn- um slást og hnotabítast í einni þvögu, er ekki að undra, þótt einhver nreiðsl verði. Þetta getur liver máladeildarstærðfræði- skussi sagt sér sjálfur með lítilli kunnáttu í statistik. Einhvern veginn finnst mér jró, að gera hefði nrátt út rmr nrál Jretta á eilítið sárs- aukanrinni hátt fyrir okkur, senr verið lröf- unr lrér lengi og sjáunr á bak jjessari ágætu venju með trega í huga. Hefði nrátt sigla milli skers og báru í þessum efnum og taka upp annað fyrirkomulag við inntöku busa í samfélag siðaðra, t. d. stimplun með joði eða jafnvel brennimerkingu, líka þeirri, senr framkvæmd er á bolakálfum í Ame- ríku. Þessar ráðstafanir og aðrar slíkar lrefðu orðið örlítil smyrsl á kaun þein'a, senr lrarnra afnám tolleringa. En séu menn með úrbætur í huga, þá er betra, að Jrær konri franr fyrr en seinna, svo að hægt sé að gera ráðstafanir til að reyna jjær á þeinr busum, senr nú stæra sig af því, að hönd réttlætis og skynsemi hefur enn ekki lagt blessun sína yfir þá. Einnig ber að lrafa Jrað í huga, að Jrað yrði ærið verkefni í'yrir V. og VI. bekk næsta vetur að tollera bæði III. oglV. bekk, ef svo skyldi fara, að skólastjórnin ílrugaði nrálið gaumgæfilega með tilliti til allra aðstæðna og Jrá ekki sízt nenrenda sjálfra, og kæmist að þeirri niðurstöðu, að bezt færi á því að taka tolleringar upp að nýju. SYNG, GLAÐA ÆSKA. Hlátur mikill kvað við á Sal, þegar tilkynnt var, að framvegis yrði framinn söngur í leikfimitímum hjá Hermanni Stefánssyni. Vekur þetta gremju þeirra, er líkamsiðkun stunda, en fögnuð andsportista, enda gæti ég trúað, að Harald Blöndal og fleiri, sem höfðu endurvakningu Spornis, félags van- þróttar- og kyrrlífismanna, að aðalhugsjón, kitli nú í lófana. Má geta nærri, að uggur fari um leikfimikennara þá, sem hug liafa á að lireppa starf við skólann í náinni fram- tíð, ef þeir geta búizt við, að krafizt verði kunnáttu í sönglist af þeim, auk búk- mennta. Okkar margblessaða íjrróttahús hefur „verið að verða til“ í nokkra áratugi og verður eflaust ekki fullgert, fyrr en fúi og önnur eyðingaröfl hafa grandað því að fullu, en það er nú þegar algjörlega ófull- nægjandi til þeirra iðkana, sem það er ætl- að fyrir. Sá, senr þetta ritar, getur ekki var- izt þeirri spurningu, hvað verði nú um þá menn, sem hafa útvegað sér vottorð í leik- fimi og sundi til að geta setið á Teríunni í leikfimitímum, því að vafalaust mun þeim reynast erfitt að verða sér úti um vottorð í söng. Og enn ein spurning: Hvernig væri að slá lífinu upp í kæruleysi, minn ágæti MUNINN 19

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.