Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 6
ÖRFÁ ORÐ UM Gunnar Stefánsson Með svo til hverjum árgangi, sem kveður þennan skóla, eru alltaf einn, tveir ellegar fleiri, sem skilja eftir sig mark í hugum þeirra, sem eftir eru. Oftast eru menn þess- ir einkennilegir persónuleikar, stundum ofurmenni á andans braut o. s. frv. Einn þessara manna er Gunnar Stefáns- son, ritstjóri Munins skólaárið 1965—1966. Þó að hann sé nú horfinn þessum skóla sem nemandi, þá mun andi hans eiga eftir að svífa yfir andlegum vötnum þessa skóla lengi enn, líkt og andi þeirra Halldórs Blön- dal, Más Péturssonar og Hjartar Pálssonar. Slíkir menn hafa alltaf verið umvafðir rnikl- um frægðarljóma, oft meiri og bjartari en þeir liafa átt skilinn, og menn hugsa oft með sér, þegar þeir lesa görnul skólablöð: ,,Það hefði verið munur að vera í skóla á sama tíma og þeir.“ Og þannig hugsa menn ár eftir ár, alltaf koma nýir menn, sem halda merki Hugins og Munins ýrnist hærra eða lægra en áður. En vænghaf þessara hrafna á ekki að þurfa að vera algjörlega háð yfir- stjórnum Hugins og Munins. Nemendur sjálfir eiga ekki að láta sér nægja að setja út á liina nýju og vegsama þá gömlu, heldur reyna að gera sitt bezta til að flug Hugins og Munins verði sem allra hæst og virðu- legast. Svo mörg eru þau orð. I fyrra reis stjarna Munins sem hæst und- ir öruggri stjórn Gunnars Stefánssonar. Gæði blaðsins voru auðvitað umdeild eins og alltaf er, en að mínu áliti var blaðið jafn- bezt í fyiTa. Það, sem sérstaklega var at- hyglisvert við blaðið, voru hinir ýtarlegu en jafnframt snilldarvel rituðu leiðárar Gunnars. í Iiverjum einasta leiðara kom fram eitthvað nýtt, og Gunnar kastaði oreinileora ekki höndum að sínum ritsmíð- o o um, heldur vann þær vel og samvizkusam- lega. Hvað snertir val efnis í blaðið var að sjálfsögðu ekki úr miklu að moða, því að pennaleti nemenda er söm og áður var. Ekki efa ég, að Gunnar liafi gert sitt bezta á því sviði sem öðrum, enda smekkmaður, sér- staklega á ljóð, samanber það, að hann mat Davíð Stefánsson og Hannes Pétursson mest allra íslenzkra skálda. Með Gunnari er horfinn héðan úr skóla einn mesti snillingur í meðferð íslenzks máls, sem skólann hefur gist. Færi ég hon- um í nafni Munins og skólans beztu þakkir fyrir vel unnin störf í hvívetna og óska hon- um góðs gengis á ókomnum árum. Ritstj. liða, Kristín Oddsdóttir talaði um skyldur konunnar við eiginmanninn og loks Jósep Blöndal um atómkveðskap. Fundurinn var ekki allsendis óskemmtilegur í lieild, þótt sakna megi ýmissa skemmtilegra ræðu- manna frá s. 1. vetri. En ef marka má þenn- an fund, þá virðist sú hætta yfirvofandi, að æ færri fáist til að standa upp á málfund- um og gera grein fyrir skoðunum sínum, hverju sem um er að kenna. Spillti það ó- neitanlega fyrir þessum fundi, hve ræðu- menn voru fáir. Eru nú upp talin helztu stórmerki, sem við hafa borið í október. Bið ég lesendur að virða mér til betri vegar, ef um stórvægilegt mishermi er að ræða í pistli þessum, og hafa það heldur, sem sannara reynist. G. F. 6 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.