Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 16

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 16
Blaðamenn Muninis höfðu aðeins þurft að standa í hálftíma í biðröð fyrir kvöld- matinn hérna eitt kvöldið. Þetta boðaði gott, enda var skammt til stórtíðinda. Jón Torfason var að koma úr mat, þegar hann hnaut um tær þess lengri, svo að hvor dökkur yfirlitum, hárið dökkt, augun brún og andlitið sólbrúnt. En við fengum ekki að jafna okkur eftir felmtrið, því að Jón bætir fljótlega við: „Ja, fyrst um ntig er að ræða, þá er bezt að byrja á byrjuninni. Ég er fæddur, ja, þið tveggja emjaði við. Jón staldraði við og bað afsökunar, hinn aumasti. „Get ég ekki gert eitthvað fyrir þig, góði?“ spurði hann blíð- lega. Og gæsin var gripin. „Segðu okkur eitthvað, sem er birtingarhæft í blaðinu." Jón varð vandræðalegur við, drap tvo titt- linga og stórskaðaði þann þriðja.Enmálalok urðu þau, að við vopnuðumst pennum og pappír og kvöddum dyra að Þrúðvangi, her- bergi Jóns, Þegar enginn svaraði, óðum við inn, spörkuðum af okkur skónum út í öll horn nema eitt, fleygðum jökkunum á stól- bökin, hlömmuðum okkur á stólana og liugðumst bíða Jóns. Þá heyrðist sagt undan ullarflóka einum miklum í fimmta horni herbergisins: „Það er herðatré inni í skáp, góði.“ Kom nú í ljós, að höfuð Jóns hafði stað- ið út úr sauðmórauðum flókanum, en það var sízt auðséð í rökkrinum, j)ví að Jón er getið náttúrlega gáð í kladdann, en ég heid það hafi verið í marz, ja, líklega Jrann 27. Það var árið 1949 á Torfalæk í Torfalækjar- lneppi, það er nú gamall brandari, ja, reyndar staðreynd líka. Og þess má geta, að prýðisgott kyn stendur að mér. Pabbi er kominn af Húnvetningum, mestu sauða- þjófum landsins, en móðir mín ku vera sak- laus, Jdví að hún er úr Garðinum.“ „Já, já, Jón minn,“ segjum við, „eigin- lega ætluðum við að fá að heyra eftir þig vísur.“ „Ansvítans vitleysa, ég yrki aldrei vís- ur.“ „Jú, jú, við höfum lieyrt, að þú sért skáld og hafir ætlað að birta sonnettu í fyrra.“ „Já, það hafa auðvitað allir reynt að yrkja, er J:>að ekki. Ég hef gaman af ljóðum og vísum, t. d. eftir Hjálmar gamla og Ká- in og svo bara alla eiginlega, Jrað er nú satt. 16 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.