Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 12
......þetta eru, sko, brownskar hreyf- ingar . . . Gullkorn hrynur úr kísilgúrnum: Sveinar nokkrir sitja að sumbli miður góðu. Lekur frá þeim leir og tað í ljóta bragarskjóðu. Reiðast menn þessum atvinnurógi. Rit- stjórinn er „reiðr ákafliga" og kveður: Mývetnings á meðal vor mígur hvoftur níði. Líkja má við lambagor ljóðsins hrákasmíði. Erlingur reynir að gera bragarbót en gefst upp og öskrar óskaplega. Kristján yrkir: Erlingur í andans hríðum öskrar. Öllum sonum Braga blíðunr blöskrar. Áður en Erlingur getur látið skína í tenn- ur sínar, þrumar ritstjórinn: Níðvísur bullar kappa kór, kveðskapargullið vinnur. En Erlingur sullar í andans flór og einungis drullu finnur. Ragnari ofbýður orðbragðið: Kvæðasori kastast að, kjaftar vorir bulla. Lambagor og leir og tað, ljóðafor og drulla. Vindur sér síðan á kukkhúsið og kemur aftur með eina óprenthæfa. Gunnar yrkir í því tilefni: Uppgötvaðist aðferð góð, opnast ljóðakrani. Menn farnir eru að flytja ljóð frammi á vaticani. Hjalti horfir með andakt á Ragnar og kveður: Ef þig hylli upp á grín, andans fylliraftur, þú ert villi- þarflaust svín, þó sanrt snillikjaftur. Ritstjórinn vill nú ekki láta menn drekka kaffi og svæla vindla lengur á kostnað blaðs- ins og kveður aldýrt: Sendum andans yndispund undur vöndum sprundum. Enda bundum andafund undir fjandans syndamund. Gunnar Frímannsson hefur síðasta orðið og mælir spakliga: Ort hefur enginn neitt smærra en það, sem hér hefur birzt, en viljinn skal verkinu hærra virtur í þessari list. Ekki verður meira kveðið að sinni. J.Bl. M U N I N N Útgefandi: Huginn, skólafélag Menntaskólans á Akureyri. Ritstjóri: Jósep Blöndal. Ritnefnd: Ragnar Aðalsteinsson. Gunnar Frímannsson. Sigurður Jakobsson. Kristján Jónsson. Auglýsingastjóri: Jónas Franklín. Ábyrgðarmaður: Friðrik Þorvaldsson, kennari. Forsíðu teiknaði Bjami Daníelsson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 12 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.