Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 21

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 21
kjarni æskufólks þjóðarinnar, en geta má nærri, að ýmsir fari að endurskoða mat sitt í þeim efnum, þegar atvik sem þessi ber á góma. Hneyksli þessu lík eiga ekki að geta átt sér stað meðal verðandi menntamanna þjóðfélagsins. HRINGT TVISVAR. Nemendum brá heldur en ekki í brún, þeg- ar hringt var á Sal í frímínútum einn góð- an veðurdag, að mig minnir daginn fyrir fyrsta mánaðarfrí. Er þetta algjört eins- dæmi, og þótti mönnum skítt að þurfa að sjá af frímínútunum sem oft reynast dýr- mætar, þótt stuttar séu. Reyndar var ekki staldrað lengi við á Sal í þetta skipti, og var það ekki síður litið hornauga, þótt und- arlegt megi e. t. v. virðast. En þannig er mál með vexti, að nemendur hafa ætíð haft liönd í bagga, livað snertir val á mánaðar- frídögum. Venjan hefur verið sú, að sungið er í nokkra daga í svo til hverjum frímínút- um, þar til kennarar gerast eyrnaveikir, og er þá hringt á Sal. Síðan greiða nemendur atkvæði um dagana, ef einhver ágreiningur er, hvað oft vill verða. Aðeins eitt mánaðar- frí er fyrirfram ákveðið, en það er 11. nóv- ember, fæðingardagur Matthíasar Jochums- sonar, skálds. Um flest önnur mánaðarfrí liafa verið greidd atkvæði. Vonum við, að sá háttur verði ekki niður drepinn heldur upp hafinn, enda afar vinsæll og setur sinn svip á skólalífið. ÞÓRARINN BJÖRNSSON FRÁ STÖRFUM. Þórarinn Björnsson, okkar kæri skólameist- ari, veiktist hastarlega síðastliðið haust og er frá störfum í vetur af þeim sökum. Sakna allir nemendur þar vinar í stað, því að Þór- arinn er allra manna hugljúfastur og við- ræðubeztur. Er það ósk allra og von, að við fáum að sjá hann sem allra fyrst, heilan heilsu við störf sín hér í skólanum. Sendum við rit- nefndarmenn honum okkar beztu kveðjur ásamt ósk um góðan og ævarandi bata. UM BÓKASAFN OG PLÖTUSAFN. Loksins er hin nýja lesstofa nemenda kom- in í gagnið. Er að sjálfsögðu mikill hægðar- auki fyrir nemendur að geta gengið þar að upplýsingum, sem þá vanhagar um. Hvað plötusafnið áhrærir, þá er það enn í dag hornreka, þó að ekki hafi því verið valinn ómerkilegri staður en skrifstofa skólameist- ara. En sá er þar galli á gjöf Njarðar, að plötuverðir þurfa að vera á sífelldum þeyt- ingi, ef einhver vill lilusta á plötur safns- ins. Þurfa þeir að fara upp til skólameist- ara, sækja lykla og plötur, og getur þetta valdið óþægindum á báða bóga. Væri lang- heppilegast, að plötusafnið yrði staðsett ein- hvers staðar, þar sem hægðarleikur væri fyr- ir plötuverði að nálgast það, og auk heldur ættu plötuverðir að hafa lykla bæði að Setustofunni og plötuspilaranum. Það er óþarfa álag á skólameistara að fela honum umsjá safusins og einnig til trafala fyrir þá, sem vilja njóta tónlistarinnar, að koma safn- inu fyrir á skrifstofu manns þess, sem mest annríkt á af öllum hér í skóla. Að vísu er Þórarinn Björnsson fjarstaddur nú, en hann mun væntanlegur í síðasta lagi næsta vetur, og ætti þá að vera búið að ganga svo frá málum, að plötusafnið sé honum ekki leng- ur til óþæginda. Saga í V. S. b.: Aðalsteinn: „Hvaða Portúgali sigldi fyrst- ur fyrir Góðrarvonarhöfða?" Skúli Víkingsson: „Leonardo Davinci.“ Stœrðfrœði í VI. S. b.: Jón Hafsteinn: „Það er eitt enn, sem ég ætla að spyrja ykkur um, og hvað er það?“ MUNINN 21

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.