Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 7
VI BEKKUR GERIR INNRAS Að morgni hins 12. október stóð um 70 manna hópur á hlaðinu við Heimavistina. Skyldi lagt upp í frægðarför þá, er VI. bekk- ur er orðinn illræmdur fyrir um gervallar Þingeyjarsýslur og jafnvel víðar. Fyrir á staðnum voru tveir langferðabílstjórar frá Sleitustöðum með tryllitæki sín. Var hjörð- inni þegar í stað skipt í bílana og fararstjór- um einnig, þannig að Egill Egilsson, kenn- ari, tyllti sér í þann fremri, en Steingrímur í hinn aftari. Var nú látið úr höfn meður óhljóðum miklum, líkum þeim, er naut gefa frá sér í gróandanum. Var stefnt rak- leitt að Goðafossi og lítið sem ekkert sung- ið. Um kl. II var fyrsta áfanga náð og foss- inn betragtaður, en þar sást lítið fyrir vatni, og sneru menn því hnuggnir frá. Er lagt skyldi frá beljanda þessum, neituðu aftari- bílsmenn að búa lengur við harðstjórn Steingríms og heimtuðu, að hann flytti rass sinn yfir í hinn bílinn, en Egils kæmi í stað- inn. Beygði leiðtoginn sig undir vilja blók- anna, og tókust þegar hin ágætustu kynni með þeim Agli og aftaribílsmönnum. Sungu menn allt að því óprenthæfa söngva, allt þar til er komið var að Skjólbrekku, en þar skyldi fénaðinum brynnt. Gengu menn þar að matborði með hreysti mikilli. A eftir var dans stiginn meðal karl- og kvenpenings við graðhestatónlist, er þeir Haukur yfirbítill og Jósep Blöndal frömdu. Var síðan lagt á brattann að nýju, og skyldi nú horft á meira vatn, þ. e. Dettifoss. Var fyrst ekið að Reyni- hlíð og tekin olía og bland. Þegar aka skyldi að Dettifossi, kom í ljós, að bílarnir kom- ust ekki alla leið vegna snjóa, og var því gengið síðasta spölinn. Var fossinn svo skoð- aður í öllu sínu veldi, og þótti ýmsum nóg um. Var það almenn skoðun, að ekki myndi fossgreyinu veita af þvotti, því að viðbjóð- ur sá, er þarna steyptist fram af hömrum, minnti lítið sem ekkert á vatn, nema ef vera skyldi vatn það, er ísfirðingar drekka dag- lega. Klukkan ríflega 16 var gefið í á ný, og var nú Egill tekinn að óttast, að Steingrím- ur spillti út frá sér í fremri bílnum og flutti sig því, hinum farþegunum til fulltingis. Á leiðinni að Kópaskeri urðu túristar vitni að því, er gæsarræfli einum, líklega berkla- sjúklingi, var slagtað snyrtilega. Voru þar að verki keldhverfskir athafnamenn. Tryllt- ust nú karlskepnur og tættu fjaðrir allmarg- ar af skrokki gæsarinnar sálugu. Var síðan hafin árás á kvenfólkið með þessum grálús- ugu fjaðrableðlum, því til mikillar hrell- ingar. Þegar til Kópaskers kom, hlupu þorp- arar til og lokuðu kaupfélagi sínu, enda „leizk þeim lýðrinn ófagr“. Voru hróp mik- il að þessu gerð, enda venjulegur lokunar- tími langt undan. En þorparar létu ekki segjast, jafnvel þótt bæði Jakob og Árni væru settir á bak við bílinn. Sneru menn því reiðir frá og hófu mikla leit að barna- skóla staðarins, en þar var ætlunin að gista. Eftir mikið skim, koinu menn auga á kumb- alda nokkurn, nokkra kílómetra frá pláss- inu og var þangað stefnt. Reyndist téður kumbaldi vera téður barnaskóli. Upphófst nú þras mikið um legstaði ferðamannanna. Var eitt ágreiningsatriðið, hvort láta skyldi karla og konur sænga í sama herbergi. Út um það atriði gerði Egill með svofelldum orðum: „Allt mannkyn samanstendur af bræðrum og systrum. Verum því eins sam- einuð og unnt er.“ Var gerður mjög góður rómur að máli hans, einkum meðal hinna örari í hópnum. Komu rnenn sér nú fyrir MUNI.NN 7

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.