Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 27

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 27
Hvernig skal Ijóá kveáa? Á ÞESSARI RÍMLAUSU SKEGGÖLD þegar strútar stinga höfðinu niður í sprengisand og mörgæsir fljúga gegnum nálaraugað þegar kyrtilskrýddur fóðurmeistari vélmjólkar aumingja búkollu gömlu þegar barnið er fætt í tilraunaglasi þegar náðarmeðulin eru togleður og hanastél sálin þota hjartað kafbátur hvernig skal ljóð kveða Þessari spurningu varpar Jóhannes úr Kötl- um fram í bók sinni , „Óljóð“. Er ekki ofur eðlilegt, að ljóðformin breytist með breytt- um lifnaðarháttum og hugsunarhætti jarð- arbúa? Þarf nokkurn að undra, þótt ný- skáldin reyni að feta ótroðna stigu, kasta af sér hinum þrönga stakki ríms og stuðla og hleypa Pegasusi á skeiðvöllum formleys- unnar? Vissulega er þetta íhugunarvert atrið'i, þar sem menning okkar hvílir svo mjög á því, hversu góða fótfestu skáldin hafa í klettum andans. Viðhald tungu okkar hafa þau annazt að miklu leyti með því að marka hana á skinn og bókfell og í hugi fólksins með rímum, danskvæðum o.fl. Rímur, sálm- ar, danskvæði og fleira af því tagi gengu mann fram af manni öld eftir öld og það er að mjög miklu leyti því að þakka, hve litlum breytingum tunga okkar hefur tekið í rás tímanna. Á sviði kveðskapar hafa rím, stuðlar og bragarhættir verið aðal-uppistöð- urnar allt frá upphafi. Það er ekki fyrr en nú á atómöld, að skáldin fá tilhneigingu til að kasta þessum áður höfuðeinkennum ljóða. Þau þykjast ekki þurfa á þeim að halda til að fegra sinn skáldskap, heldur láta efnisval og efnismeðferð ráða öllu um gæði ljóða sinna. Nú er það alls ekki ætlun mín að kveða þann undantekningarlausa dóm y.fir form- lausu kvæðunum, að þau séu léleg. Nei, öðru nær. En það er hætt við, að þau nái ekki tilgangi sínum. Þegar hvikað er svo langt frá hinu eldra, er hætt við, að hið nýja öðlist ekki þann hljómgrunn meðal fólksins, sem skáldið óskar. Við íslendingar höfum allra þjóða mest reynt að halda í einkenni hinar gömlu menningar og þá ekki livað sízt form kvæða. Formið er fast markað í hug sérhvers hugsandi íslendings, og það mun líða langur tími, J:>ar til við höfum tekið atómljóðin í sátt að fullu og öllu. Við erum ílialdssamir á gamlar venj- ur, og því álít ég ekki hyggilegt að skáldin kasti öllu hinu gamla út á gaddinn og þreifi fyrir sér á eigin spýtur. „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,“ segir eitt formskáldanna, og þau orð ættu nýskáldin að ígrunda vel, áður en Jrau senda hinum gömlu hefðum ljóðlistarinnar langt nef. Hannes Pétursson, eitt okkar beztu ný- skálda virðist hafa tekið þetta til gaumgæfi- legrar athugunar og komizt að þeirri niður- stöðu, að hinn vandrataði meðalvegur væri heppilegasta lausnin. Hann kastar því rím- inu, en stuðlar kvæði sín, og auk lieldur eru flest kvæða hans ort undir vel greinanleg- um háttum með hljómfagurri hrynjandi. Hann er eitt af þeim örfáu nýskáldum, sem hafa skapað sér eigin stíl á sviði ljóðlistar, og þá stað'reynd álít ég einmitt stafa af því, að hann hvorki apar stíl hinna eldri né virðir hann að vettugi. Ættu kollegar hans að taka hann sér til fyrirmyndar og láta ekki áhrif hinna erlendu skálda verða meiri en hinna íslenzku. Fálrn og ístöðuleysi á sviði skáldskapar verður aldrei undirrót nýrrar íslenzkrar menningar, þegar einkenni sveitamenning- arinnar hafa kvatt að fullu og öllu. (Sökum rúmleysis í blaðinu reyndist mér ekki unnt að hafa grein þessa lengri og verð- ur Jdví nánari reifun Jjessa merkilega og mikilvæga atriðis að bíða betri tíma.) J. Bl. MUNINN 27

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.