Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 17

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 17
Það er voða gaman að vísum, er það ekki? Eg hef gaman a£ £ínu, duldu klámi. En svo eru þetta engar vísur, nema þær séu hring- hendar, og helzt eiga þær að vera sléttu- bönd líka.“ „Hvað segir þú um atómljóðin?“ „Ja-á og jamm, ég er nú frekar á móti þeim. Það er eins og menn nenni ekki að hamra þetta almennilega saman.“ „En leyfðu okkur nú að heyra eitthvað eftir sjálfan þig.“ „Eg hef ekkert ort, góði. Eg var svolítið að reyna að yrkja á traktornum í sumar, en það var bara ansvítans hnoð.“ „Yrkirðu ekkert í skólanum?“ „Nei, nei. Annars var ég í gagnfræðaskóla hjá honum Þorsteini Matthíassyni á Blönduósi. Aldrei gleymi ég hafragrautnum lijá honum. Hann var alltaf hálfhrár, skil- urðu. Ég bjó hjá honum, og hann vaknaði alltaf á síðustu stundu til þess að sjóða grautinn.“ „Var gaman í skólanum á Blönduósi?“ „Já, það var ansvíti gaman. Mér var einu sinni vísað úr enskutíma þar fyrir tafl- mennsku, þegar ég var í landsprófi. Þetta var ansvíti spennandi skák, ég átti hana unna, var það ekki, Kóngsindverji, minnir mig.“ „Þú ert góður í skák.“ „Já, þú þarft ekki að segja mér neitt um það, jú, jú, ég var lnaðskákmeistari skól- ans í fyrravetur." „En eigum við ekki að snúa okkur aftur að vísnagerð þinni?“ „Þetta var engin vísnagerð, góði, þetta átti að vera upphaf á rímu, en það var ekk- ert upphaf. Það átti að vera um, — ah-æi — um hvern ansvítann átti það nú að vera, jú, það átti að vera um það, þegar Loki var fangaður í hylnum." „Blessaður leyfðu okkur að heyra.“ „Nei, ég er búinn að gleyma því öllu saman. Ég skal heldur leyfa ykkur að héyfá eina, ef þið skrifið hana ekki niður. Hún er um Gunnar Skarpliéðinsson. Hún átti reyndar fyrst að vera um mig, en svo stóð önnur hendingin ekki heima um mig, svo að hún er um Gunnar. Dökkur er á brún og brá, við briddsins rúnir slyngur. Leikur túnum taflsins á traustur Húnvetningur.“ „Þetta er anzi góð vísa,“ segjum við, „og nú viljum við fá að heyra rímuna.“ „Ég bara man hana ekki, góði. Við skul- um heldur tala um eitthvað annað, t. d. skólakerfið, það er allt í molum. Mér finnst, að það sé troðið allt of rniklu í krakkana í barnaskólum.“ „En hérna?“ „Hérna er ekki troðið of rniklu, heldur er troðið vitlaust. Það á ekki að hlaupa svona úr einu í annað og kenna margar námsgreinar sama daginn." Jón skéllir í góm, og tveir smáfuglar liggja í valnum. „Hvað finnst þér um bindindismál hér í skólanum?" „Jú, það var nú það. Ég er algjör bind- indismaður og er á móti nautnalyfjum. Það er óþarfi að vera með þetta. Ef maður verð- ur svona 60—70 ára, þá er nóg að byrja svona 54.“ „En ertu á móti öllurn nautnum líka?“ „Ha, nei, sjálfsagt ekki. Kvenfólk, já, ég veit ekki. Ég fer nú alltaf inn á gang til þeirra á hverjum morgni. Ég hef sko emb- ætti, bang, bang. Þær hlupu burt, fyrst þeg- ar þær sáu mig, en þær eru farnar að spekj- ast núna. Ég hélt fyrst, að þær væru hrædd- ar við, að ég sæi þær, en ég sé það núna, að þær eru hræddar við að sjá mig.“ „Hvernig eyðirðu frístundunum?“ „Ég sæki lítið skemmtanir, ég er svona rólegheitamaður, er það ekki? En ég er í sundi og leikfimi eins og Maó. Annars finnst mér sundið bezt, þegar ég er kominn upp úr lauginni. Ég hef gaman af íþrótt- MUNINN 17

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.