Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 18

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 18
um, þótt ég taki ekki þátt í þeim. Knatt- spyrna t. d., ja, er hún ekki eins og mann- lífið, bara ef mörkin eru óendanlega langt í burtu.“ „Þetta var heimspekilega sagt.“ „Ja, erum við ekki allir heimspekingar, — eða eitthvað þess háttar? Ég held, að maðurinn sé eins konar akur, sem hann og aðrir geta ræktað.“ „Og hvaða eiginleika vildir þú nú helzt rækta hjá þér, Jón?“ „Jahá og jamm, sjáum til, er ekki kær- leikurinn alltof væminn? En mér er ekki illa við nokkurn mann.“ „Ertu trúaður?" „Jú, ég lield það sé allt í lagi með Guð. Sko, það er ekkert víst, að hann sé eins og þeir segja að hann sé. Hann er í öllu, og við erum í Guði eða einhvern veginn svo- leiðis.“ „Svo við tökum upp léttara hjal, Jón, hefurðu ekki lagt stund á aðrar listir en ljóðlistina?“ „Hm-ha-nei, nei, annars söng ég einu sinni í baði, það gera nú allir, er það ekki? Mikið geypilega var það falskt.“ „Hvernig er það Jón. Ef þú lentir nú í matarþröng, hvort mundir þú fremur snæða karlmann eða kvenmann?" „Ójá, ætli maður æti ekki karlmanninn og byggi svo til annan karlmann með kven- manninum. O, jamm.“ Nú eru Jóni farnar að leiðast spurning- arnar, og hann dregur skræðu nokkra und- an feldi sínum og opnar. En við erum ekki af baki dottnir. „Þú ert þarna með Chess for Children. Hvaða bók hefur þú nú lesið bezta?“ „Bezta bókin, ja, já, ég veit það nú ekki, ég get ekki nefnt neina, nema með því að gera hinum rangt til. Og þó, stafrófskverið, það gerði manni líklega mest gagn.“ „En æðsti draumurinn?“ „Það er nú ekki vert að láta hann uppi, en l'yrst í haust, þá vildi ég gjarna að ég væri í 3. bekk — ansvíti var nú gaman þá, — en nú er ég feginn að vera í 5., og um jólin vildi ég sjálfsagt vera kominn í 6. bekk, já, það grípur mann stundum leiði.“ Nú snýr Jón sér upp í horn, en við erum þráir. „Jón, við förum ekki héðan út, fyrr en þú hefur leyft okkur að heyra byrjunina á rím- unni þinni.“ „Búmm og hananú, jæja, ætli maður vinni það ekki til. Þið fáið bara það, sem ég man: Loki framdi meinin mörg, mjög það gramdi goðin.“ Jón sver og sárt við leggur, að hann muni ekki meira, segir jafnvel, að hann hafi aldrei getað botnað vísuna, og lái honum hver, sem vill. Blaðamennirnir fóru nú að tína á sig leppana, en Jón horfði á fararsnið þeirra með ánægjusvip, eins og hann vildi segja: „Ansvíti er þetta nú grefilli gott, að þeir eru að fara.“ En allt í einu færist liönd- in upp í hárið, áhyggja og íhygli koma í svipinn, og spörfuglarnir hrynja niður dauðir og lemstraðir í kringum hann. I.oks kemur skýringin: „Það er gat á sokknum þínum, góði, er Jjað ekki?“ G. F. & S. J. Stœrðfrœði í VI. S. a.: Jón Hafsteinn: „Ef þið standið á grammó- fónplötu, sem snýst, haldið þið þá ekki, að ykkur sýnist hlutir í kringum ykkur hafi acceleration?" Franska i VI. S. a.: „L’homme, interdit, ouvrait des yeux énorme . . . . “ Sigurður Árnason þýðir: „Maðurinn, þrumu lostinn, opnaði augun upp á gátt.“ 18 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.