Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 13

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 13
I ÞROTTI R íþróttir eiga sífellt meiri vinsældum að fagna hér í M. A. íþróttafélagið telur nú yfir 300 félagsmenn eða fleiri en nokkru sinni áður. Megintilgangur fé- lagsins er að efla íþróttalíf meðal nemenda og gefa þeim kost á æfingum, svo fremi sem aðstæður leyfa. Starfsemi í. M. A. í vetur verður með líku sniði og undanfarna vetur. Er þó í athugun, hvort grund- völlur sé fyrir glímunámskeiði innan skólans. Áhugi fslendinga fyrir glímunni virðist fara vaxandi á ný og væri óneitanlega ánægjulegt, ef mögulegt yrði að gera þessa fornu og fallegu íþrótt að keppnisgrein hér í skóla. íþróttahúsið er ekki tilbúið, eins og kunnugt er. Vonir standa þó til, að framkvæmdum við það ljúki innan tíðar. Er það von mín, að íþróttahúsið þurfi ekki oft að standa tómt og kalt í vetur. Knattspyrnumótið hófst 10. okt., eftir að knatt- spyrnumenn höfðu af stökum dugnaði hreinsað all- an snjó af íþróttavellinum. Að vísu var völlurinn nokkuð blautur, þegar til kom, og háði það árangri nokkuð. Allir bekkir sendu lið til keppninnar, og komu úrslitin mönnum nokkuð á óvart, en þau urðu sem hér segir: Lið V. bekkjar vann alla sína leiki og hlaut 6 stig. Lið IV. bekkjar vann 2 leiki og hlaut 4 stig. Lið 111. bekkjar vann 1 leik og hlaut 2 stig. Lið VI. bekkjar tapaði öllum sínum leikjum og hlaut 0 stig. Um hvert lið fyrir sig er það að segja, að lið V. bekkjar er afar duglegt, og einkennist það af mikl- um sigurvilja. Knattmeðferð er ekki áberandi góð, en hin hröðu upphlaup liðsins reyndust andstæð- ingunum mjög hættuleg. Beztu menn liðsins voru þeir Þórður, Hafþór, Ingi og Róbert. Lið IV. bekkar leikur mjög létt, og knattmeðferð er yfirleitt mjög góð. Liðið er fremur jafnt, en beztu menn liðsins eru þó Ágúst, Skúli, Magnús, Jóhann og Árni. Lið III. bekkjar kom skemmtilega á óvart með ágætum leikjum, en þó eru of margir veikir hlekkir í því til þess að betur mætti takast. Langbeztu menn voru Einar, Erlingur, Kristján og Benedikt. Lið VI. bekkjar var heldur dauft og bitlaust, og lék alla leikina fremur illa. Það er fremur ójafnt og nær illa saman. Beztu menn voru þeir Guðmundur og Hilmar. Stuttu eftir knattspyrnumótið var haldið hrað- mót milli sömu liða. Varð það mót dálítil sárabót fyrir lið VI. bekkjar, sem vann nú alla sína leiki með talsverðum yfirburðum. Þekktu menn þá aftur Þráin Rósmundsson, sem skoraði 5 mörk í mótinu. 29. okt. var haldið sundmót í Sundlaug Akureyr- ar. Veður var sæmilegt og áhorfendur fjölmargir, enda gefið frí í tveim síðustu tímum. Kynnir móts- ins var Björn J. Arnviðarson, en yfirtímavörður Magnús Oddsson. Maður mótsins var Birgir Guðjónsson, V. bekk, en hann hlaut 5 gullpeninga. V. bekkur vann stiga- keppnina með yfirburðum, en úrslit urðu sem hér segir: 100 m bringusund karla. 1. Birgir Guðjónsson, V. b............ 1:23.7 mín. 2. Jón Árnason, IV. b................. 1:27.1 mín. 3. Vignir Valtýsson, III. b........... 1:32.5 mín. 25 m björgunarsund karla. 1. Stefán Þórarinsson, V. b............. 54.3 sek. 2. Smári Agnarsson, V. b................ 56.2 sek. 3. Ebeneser Jensson, V. b............... 58.7 sek. Gestur mótsins, Egill Egilsson, kennari, svnti á 53.8 sek. MUNINN 13

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.