Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 4
Annalis Menntaskólinn á Akureyri var settur á Sal kl. 4, sunnudaginn 2. október. Þau umskipti hafa orðið á stjórn skólans, að Þórarinn Björnsson, skólameistari, hefur tekið sér ársleyfi frá störfum, vegna skyndilegra veik- inda sl. haust, en við öllum meginstörfum skólameistara liefur tekið Steindór Stein- dórsson, áður yfirkennari. Skólasetningin á Sal var hátíðleg að vanda. Skólameistari minntist í ræðu sinni Jónasar Snæbjörnssonar, sem lézt sl. sumar, en hann var um fjölda ára kennari hér við skólann. Vék Steindór því næst að málefn- um skólans og skýrði m. a. frá því, að loforð væri nú fengið fyrir fjárveitingu til bygg- ingar kennsluhúsnæðis við skólann. í lok ræðunnar beindi hann orðum sínum til nemenda, livatti þá til starfs og sagði síðan skólann settan. Þess má geta, til þess að ýta svolítið undir hégómagirndina, að ljósmyndarar blaða og sjónvarps settu þó nokkurn svip á athöfn- ina. Fljótlega eftir helgina tók skólalífið að fá á sig gamalkunnan blæ. Asbjörn hengdi upp sjálfsmynd til auglýsingar starfsemi F. Á. L. M. A., og fleiri formenn fylgdu í kjölfarið með áskriftarlista frá sínum félög- um. Lá við, að kennsla tefðist í fyrstu af þessum sökum, því að menn höfðu naum- ast undan í kennslustundum að innrita sig í hin ýrnsu félög. Lokaður heimavistarfundur var haldinn í setustofunni, þar sem rifjaðar voru upp reglur og venjur. I vetur annast kennararn- ir Árni Kristjánsson og Aðalsteinn Sigurðs- son gæzlu Nýju-vista í fjarveru Þórarins Björnssonar, en Egill Egilsson hefur unr- sjón með heimavistinni á Varðborg. Mötuneytið hefur verið mikið vandamál í liaust eins og stundum áður. Ffafa bið- raðir slegið öll sín fyrri met, hvað lengd snertir, hefur t. d. kornið fyrir, að karla- vistarröðin hafi verið meðfram öllum veggj- um setustofuanddyrisins og jafnvel náð framhjá aðaldyrunum og upp í stiga. Skap- aði þetta um tíma hina þróuðustu biðraða- menningu, sem okkur íslendinga hefur löngum þótt skorta. En nú hefur skipulag- inu verið breytt með mörgum reglugerðum og tilskipunum til hins mesta hagræðis fyrir alla, sem þurfa að flýta sér að borð’a. Þann 6. okt. var norræna dagsins minnzt á Sal. Spjallaði skólameistari vítt og breitt um norræna samvinnu, og nemendur sungu þjóðsöngva Norðurlandanna að Færeyjum ekki gleymdum. Hermann Stefánsson, söng- kennari, lék undir á flygilinn. Fyrsta laugardagskvöld skólaársins stóðu 5. bekkingar fyrir skemmtun á Sal. Hófst hún með lrinni árlegu kynningarvist undir ágætri stjórn RagnarsSteinbergssonar, kenn- ara. Urðu Siglfirðingar þar hlutskarpastir og hrepptu flest verðlaunin, enda þótt sum þeirra væru nú betur komin í eldhúsið. Á eltir var dansað við undirleik Engra, sem léku nú í síðasta sinni, enda virtist liggja vel á öllum. íþróttavöllur skólans hafði fram að þess- ari helgi verið ónothæfur vegna snjóa frá helginni áður, en á laugardag hafði I. M. A. lokið við að hreinsa hann, enda byrjaði að hlána eftir helgina, svo að 6. bekkingar 4 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.