Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 8
eí'tir föngum, en síðan var stormað niður á
hótel staðarins og etinn kvöldverður iirna-
góður. Þar hló Jakob sóló. Eftir matinn
safnaðist fólkið á ný saman í barnaskólan-
um, karlmenn til að bera á skó sína en kven-
fólk kyssitau sitt, því að nú skyldi stiginn
dans í sláturhúsinu. Tónlist framleiddu téð
ur yfirbítill og Egill Eðvarðsson. Nokkrir
kokspyrnumenn létu til sín heyra þetta
kvöld, m. a. söng Egill Egilsson fáein lög,
eftir að Steingrímur hafði af sinni alkunnu
Ijúfmennsku logið því að honum, að það
væri tradisjón, að kennarar fremdn afglöp
nokkur í ferðum VI. bekkjar, og væri söng-
ur í almenningsáheyrn eitt af þeim. Var
Agli að vonum fagnað gífurlega. Eftir dansi-
ball þetta skriðu menn í poka sína, utan
þeir fjórir, er hurfu úr sjónmáli. Þegar kyrrt
var orðið, sagði Egill draugasögu, og setti
hroll mikinn að mönnum. Einnig var sögð
harmsaga um mann nokkurn, sem fitlaði
með skrúfjárn við nafla sinn með þeim af-
leiðingum, að hinn óæðri endi sagði skilið
við líkamann. Elrðu menn felmtri slegnir,
og Elilmar svaf lítið um nóttina. Var það
almennt álit, að ein af hans lausu skrúfum
væri einmitt sú umrædda.
Næsta morgun var risið árla úr rekkju og
haldið til Ásbyrgis. Var þar hafin leit að
iind nokkurri, sem þar á að fyrirfinnast.
E'annst loks pollur einn, lítili og vesældar-
legur. Var þar tekið lagið, en bergmálið lét
á sér standa. Jakob stökk upp á stein og
flutti bílddælska prédikun, en Jón Eldon
hafði næstum gert gullfætur sína óvirka
með príli sínu í klungrum byrgisins. Hall-
dór Guðbj. og Guðmundur markvörður
Nelson hermdu eftir sírenum lögreglubíla
af svo mikilli sannfæringu, að þeir, sem ein-
hverja sök vissu hjá sér, stungu henni á sig
hið bráðasta.
Enn á ný var klifrað upp í bílana, og átti
nú að hrella Húsvíkinga. Voru uppi getgát-
ur og jafnvel veðmál um komutíma til
Húsavíkur. Á áfangastað kom í ljós, að Þór-
hallur Arason hafði getið rétt, svo að ekki
skipti nema sekúndum. Varð þá Hilmari
8 MUNINN