Muninn

Volume

Muninn - 14.12.1988, Page 4

Muninn - 14.12.1988, Page 4
Formannspistill Kæru skólasystkin Þá er komið að jólum og farið að síga á seinni hluta annarinnar. Fram- undan er langt og vonandi gott jólafrí svona rétt fyrir prófstressið. Það má segja að fyrri önn hvers skólaárs fari mikið í þreifingar á milli nemenda. Tæplega 200 nýir nemendur koma í skólann, fólk sem þarf að byrja á að aðlaga sig að nýjum skóla og nýjum aðstæðum. Þetta kemur oft niður á félagslífinu til að byrja með en það tvíeflist eftir því sem líður á og nær hámarki á seinni önninni. Því þá ætti að vera hægt að finna nóg til ✓ að dunda sér við. I sannleika sagt er svo mikið fyrir stafni að koma þarf til geysileg samhæfing til að stóratburðir rekist ekki á. Svo drepið sé á helstu viðburði á næstu önn má nefna að fyrirhugað er að taka á móti Fjölbrautaskóla Suðurlands í febrúar og VMA-MA dagamir verða í mars. Listadagar verða svo strax eftir páska, í byrjun apríl. Einnig mun starfsemi einstakra félaga verða blómleg og má þar nefna að Málfundafélagið mun fara á fullt skrið með bekkjakeppni í ræðu- mennsku, ÍMA-félagar þeytast landshomanna á milli í keppnisferðum, Leikfélagið setur upp veglegt leikverk með vorinu o.fl. o.fl. Það er því von mín að þið, nemendur góðir, liggið ekki á liði ykkar og að félagslífið hér í MA verði jafnauðugt og þroskandi og það hefur verið hingað til. Það er nefnilega staðreynd að þátttaka í félagslífi er ekki síður þroskandi en námið sjálft. Það gerir okkur kleift að þroskast sem virkir þjóðfélags- þegnar í lýðræðis- þjóðfélagi. Formaður skólafélagsins Magnús Björnsson Muninn 4

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.