Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 14.12.1988, Qupperneq 5

Muninn - 14.12.1988, Qupperneq 5
LEITIN Að BERNSKUNNI Er barnalegt að vera fullorðinn? (Erindi flutt á ráðstefnu um mikilvægi bamhverfrar kvikmyndahyggju í nútímaþjóðfélagi.) Nú á tímum gervigreindar og frjálsrar samkeppni, í hinu gegnsýrða neysluþjóðfélagi efnishyggj- unnar verður sífellt nauð- synlegra að finna sér hugarfró við hæfi. Viðfangsefni sem auðga andann og hjálpa fólki að gleyma amstri hversdagsleikans eru hverjum manni jafn þörf og frumstæðustu hvatir hans. Það er því engin tilviljun að sífellt fleiri leita fróunar í bemsku sinni. Ein árangursríkasta aðferðin ( af mörgum sérfræðingum talin sú allra árangursríkasta) er framkvæmd þrjúbíófélags MA á stefnu hinnar barnhverfu kvikmyndahyggju. Það er að hverfa aftur til bemsku sinnar í bíósölum bæjarins, og horfa á meistaraverk barnhverfrar kvikmyndahyggju í sínu rétta umhverfi, það er innan um æsku vorrar þjóðar. Eitt gleggsta dæmið um áhrifamátt þessarar aðferðar er ferð þrjúbíófélagsins á myndina Svarti potturirin sunnudaginn 4. desember síðastliðinn. Einmitt þá urðu tveir umsækjendur í félagið vitni að slíkum hug- hrifum að við guðlegri opinberun lá. í stórum dráttum fjallar myndin um svínahirðinn Darra og skyggna grísinn Hen Wen. Hyrndi kóngurinn stelur Hen Wen af því að skinkan veit hvar svarta pottinn er finna. Pottur þessi býr yfir voða voða vondum krapti sem varð til í fyrndinni. Þá var uppi kóngur sem var svo illur að guðimir bræddu hann ofan í umræddan pott. Hymdi kóngurinn vill ná í pottinn og leysa hin illu öfl úr læðingi og reyna þannig að feta í fótspor eftirrennara sinna, Napoleons og Hitlers og ná heimsyfirráðum. Darra tekst að bjarga álegginu en er sjálfur (himin) höndum tekinn og í dýflissu orpið. Þaðan tekst honum með hjálp prinsessu (gat skeð!), sverðs og hirðskálds að sleppa. Gurgi, sem Darri hafði lítillega kynnst í skóginum sýnir þeim með glöðu geði hvar beikonið er að fínna og verða miklir fagnaðarfundir og gleðin geislar af andlitum unga fólksins og áleggsins. Þetta fríðafömneyti mínus jólasteikin fara síðan og finna pottinn og kaupa hann á flóamarkaði hjá þremur nomum. Birtist þar skyndilega heil hersveit frá hyrnda kónginum og handtekur heila klabbið. Kóngurinn með hornin hrindir áætlunum sínum í verk en Gurgi fómar lífi sínu (sem er nú ekki alveg satt) og stekkur oní pottinn. Síðan sogast kóngófétið oní pottinn og þau fara aftur á flóamarkaðinn og skipta á pottinum og Gurga. Hápunkturinn var tvímælalaust þegar litla græna óféti hyrnda kóngsins hló þegar það var ekki skammað. Úti er ævintýri! Megi mátturinn vera með ykkur! P.S. íþrótta og æskulýðsfulltrúi félaxins vill vekja athygli Silju á því að þetta er viskastykki, ekki slæða. Einkunnagjöf: Muninn 5

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.