Muninn

Årgang

Muninn - 14.12.1988, Side 8

Muninn - 14.12.1988, Side 8
Nýnemi Nafn: Halldór Gunnar Ólafsson. Bústaður: Skagaströnd (Höfðakaupstaður). Áhugamál: Skák, bridge, skíði, allur veiðiskapur og kökurnar hans Lalla. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsdrykkur: Malt og appelsín, blandað saman. Uppáhaldsíþróttamaður: Belladonna (bridge- spilari). Uppáhaldseftirmatur: Vellingur með möndlu í (og verðlaun með!) Fallegasta konan: Herra Heimavist. DraumastarFið: Bankastjóri. Pólitískar skoðanir: Engar. Mottó: "Hláturinn lengir lífið" og "þú kemur bara á föstudaginn og borgar við kassann." Af hverju komst þú hingað í M.A. en ekki í einhvern annan skóla? -"Af því að þetta var áhugaverðasti skólinn í nágrenni við mig og ég vildi ekki fara í verknám af því að ég er ekki enn ákveðinn í því hvað ég ætla að gera í henni framtíð, og svo er þetta auðvitað besti skólinn!" Hvað hefurðu svo gert þér til skemmtunar síðan þú komst hingað? -"Með því fyrsta sem ég og vinir mínir gerðum var að kíkja á stelpu í sturtu og leggja okkur svo í mikla hættu við að tína blóm úr næstu görðum handa henni, svona í sárabætur." í hvaða félögum ertu? -"Ég er í Brima, Sauma og Skákfélaginu." Eitt aðaláhugamál þitt er bridge, hvað spilar þú oft í viku? -"Ég spila alltaf eitthvað á hveiju kvöldi." Á hvaða braut ætlar þú? -"Enn sem komið er, veit ég það ekki, en ég tel mjög líklegt að ég fari á náttúrufræðibrautina." Eitthvað að Iokum? -"Nei, það held ég ekki." Takk fyrir. Muninn 8

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.