Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 15
þeir fyndu því slíkt er eðli
frunsudverga. Frunsudvergar
voru jafn-óskemmtilegustu
verur Stóraskógar. Þeir voru
þjófóttir, undirförulir, lygnir,
tilfinningalausir, svikulir og svo
skelfilega ófrýnilegir að
samkvæmt lögum skógarins var
þeim bannað að láta sjá sig
ofanjarðar. En þeir skeyttu því
að sjálfsögðu engu og gerðu sér
það oft til gamans að fara upp á
yfirborðið til að hræða aðra íbúa
skógarins. Þeir voru einnig með
afbrigðum fégráðugir og
glysgjarnir og verstir allra
frunsudverga voru einmitt þeir
Frosti og Frekur. Og þetta vissi
Flautaþyrill og því grunaði hann
þá auðvitað fyrsta allra. Hann
vissi að það þýddi ekkert að
reyna að ná inniskónum af þeim
áheimavelliþeirra ímyrkviðum
Stóraskógar. Hann vissi líka að
það hlyti að vera ástæða fyrir
þessum þjófnaði úr því þeir
hættu sér svo langt frá myrkum
heimkynnum sínum til þess eins
aðstelainniskóm! Já,það hlaut
að vera gild ástæða fyrir þessum
þjófnaði. Ogauðvitaðlá beinast
við að álykta að þeir ætluðu að
nota skóna til að stela frá fólkinu
í Skógardal. "Við verðum að
stöðva þá", sagði Hróbjartur,
"en hvemig?"
Þeir veltu þessu fyrir sér um
stund og skyndilega hrópaði
Flautaþyrill upp yfir sig: "Nú
veit ég!" Hann stökk á fætur,
hljóp inn í svefnherbergið sitt og
kom til baka með inniskó og
grænsápustykki. "Þetta eru
inniskómir sem ég nota dags
daglega og þeir eru glettilega
líkir hinum í útliti en eru bara
venjulegir inniskór." Þeirflýttu
sér að hlaða sleðann hans
Flautaþyrils gjöfum og setja
hreindýrin Hlöðver og Lúðvík
fyrirhann. Þaðyrði enginntími
til þess að koma aftur og sækja
gjafimar ef áætlun Flautaþyrils
heppnaðist. Svo þeystu þeir af
stað.
Það var hætt að snjóa og hvert
sem litið var blasti hvít
snjóbreiðan við. Fyrir ofan
glitraði á þúsundir stjama sem
kepptust við að skína sem bjart-
ast. Það var rúmlega klukkutíma
sleðaferð niður í Skógardal og
þegar þeir komu þangað var allt
með kyrrum kjörum. Þeir sáu
þess engin merki að
frunsudvergaskammirnar væm
komnar í bæinn. "Gott, við erum
á undan þeim", sagði
Flautaþyrill, "við bíðum þá bara
rólegir."
Þeir höfðu ekki beðið nema í
hálftíma er þeir heyrðu mas og
hvás. Þeir vissu undireins
hveijir
voru hér komnir því svona
másaði enginn nema Garmur,
úlfur þeirra Freks og Frosta. Og
örskömmu síðar renndi stór og
ljótur sleði inn í bæinn. Og
mikið rétt, þama sátu ófétin og
knúðu Garm greyið óspart úr
spomnum. Þeir staðnæmdust
fyrir framan hús bæjarstjórans.
"Hefðarfólkið fyrst", sagði
Frosti og Frekur ískraði af hlátri.
Þeir tóku nú að undirbúa ódæðin
og Frosti byrjaði á að klifra uppá
þakið á húsi bæjarstjórans.
Flautaþyrill var í óða önn við að
nudda grænsápunni neðan á
inniskóna sína og sagði við
Hróbjart: "Jæja, Hróbjartur litli,
nú er komið að þér. Nú laumast
þú að sleðanum þama og tekur
inniskóna góðu og lætur þessa í
staðinn." Frosti og Frekur vom
alltof önnum kafnir við að reyna
að koma Fros ta upp á þ akið til að
taka eftir litla jólaálfinum sem
laumaðist eins hljóðlega og
hann gat að sleðanum þeirra,
klifraði varlega upp í og hljóp
stuttu seinna eins og fætur
toguðu fyrir næsta húshorn þar
sem Flautaþyrill beið hans með
öndinaíhálsinum. "Þettaverður
spaugilegt að sjá", sagði
Flautaþyrill og nú ískraði
Muninn 15