Muninn

Volume

Muninn - 14.12.1988, Page 16

Muninn - 14.12.1988, Page 16
hláturinn í þeim félögunum. Nú var Frosti loksins kominn uppáþakið." Frekur sótti skóna og tókst eftir ítrekaðar tilraunir að henda þeim upp á þakið til Frosta. Frostisettistábrúnskor- steinsins og klæddi sig í skóna. Það gekk ekki sérlega vel hjá honum því Frunsudvergar hafa ákaflega stóra og ljóta fætur. En það hafðist að lokum og Frosti gerði sig líklegan til að renna sér niður strompinn. En skyndilega steyptist hann á höfuðið og beint niður skorsteininn. Það heyrðust skruðningar og læti og svartur sótmökkur steig upp úr skorsteininum. Svo kviknuðu ljósin í húsinu eitt af öðru. Það leið hálf mínúta og þá kom Frosti þjótandi upp um skor- steininn. Eitt augnablik fálmaði hann með stórum krumlunum út íloftiðeftir einhverrihandfestu, en þegar hann fann enga rúllaði hann fram af þakbrúninni og skall harkalega beint á Frek sem stóð fyrir neðan og horfði í for- undran upp í loftið. Þegar þeir höfðu jafnað sig eftir mesta höggið skröngluðust þeir upp í sleðann sinn og þeystu burt og síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Þegar þeir félagarnir Hróbjartur og Flautaþyrill höfðujafnað sig eftir hláturskastið sem hafði gripið þá við þessa spaugilegu sjón, hófust þeir handa við að dreifa jólagjöfum og Hróbjartur skemmti sér konunglega við að klifra upp og niður skorsteina bæjarins. Þegarþeirhöfðulokið við að dreifa öllum pökkunum og jólasælgætinu var hann útkeyrður og þeirri stund fegnasturþegar hann skreiðupp í rúmið sitt og kúrði sig undir sænginasína. Hannhugsaðium öll bömin sem hann hafði glatt umnóttinaogmeð tilhlökkun til næstu jóla þegar hann gæti glatt þau öll aftur. Fyrir hönd félax áhuga- manna um jólin, Ármann Guðmundsson Okkur hefur borist þessi nafnlausa saga: Söguhetjan í þessari sögu er ónefnd, það er nefnilega ekki vitað hver hún var. Þó er talið víst að um hafi verið að ræða veðurathugunar- mann sem aðsetur hafði í eyðilegri veðurathugunar- stöð í N-Kanada. Þar dveljast menn tvö ár í einu og þessum hefur víst leiðst allmjög, alla vega þar til hann fann sér áhugamál. A staðnum var gömul jarðýta og maðurinn tók til óspilltra málanna. Á tveimur árum djöflaðist hann á ýtunni sinni, mddi mörgum ton- num af stórgrýti, jarðvegi og íshellum fram og aftur. Þegar hann loks linnti látunum voru fjórir risastórir bókstafir orðnir hluti landslagsins þama í héraðinu. Bókstafimir vom "FM, "U", "C", "K" en saman mynda þeir orð sem þykir dónalegt á enskri tungu. Og þetta orð er enn á sínum stað, einhvers staðarfyrirnorðan Hudson Bay. Það sést úr flugvélum sem fljúga í allt að 27 þúsund feta hæð en einhverra hluta vegna benda flugstjórar farþegum sínum sjaldan á það... Frosti og Frekur. (Af tillitssemi við viðkvæma lesendur hafa pokar verið dregnir yfir höfuð þeirra.) Muninn 16

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.