Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Síða 20

Muninn - 14.12.1988, Síða 20
Laugarvatnsferð Séð með augum íþróttamanns Helgi eina í nóvember fór fríður flokkur M.A.-inga í strandhögg að Laugarvatni. Hópurinn samanstóð af einvalaliði kappa og valkyija enda var ætlunin að taka Laugvetninga ærlega í nefið. Gekk það að sjálfsögðu eftir fyrir utan örfáar (=allmargar) undantekningar sem sanna aðeins regluna. Barátta þessi byrjaði með fótknattleik karlvera og kvenvera. Karlverur vorar sigruðu en kvenverurnar töpuðu. Er skemmst frá því að segja að í fyrra tilfellinu var um mjög sanngjarnan sigur að ræða en í hinu voru úrslitin hin ósanngjörnustu. Annars munu leikfimiæfingarÁmaHermanns sonar í marki karla sennilega teljasteftirminnilegastar. Sýndi hann þar hið ásjálegasta prógramm gólfæfinga sem ein- kenndist af ýmist splitti eða spígati á marklínunni. Kom ✓ þessi leikfimikunnátta Arna Laugvetningum algjörlega í opna skjöldu enda vannst leikur- inn. Þá kom að því að kljást við Sunnlendinga í körfubolta. Kvenfólkið gerði sér lítið fyrir og tapaði eftir hetjulega baráttu. Mega þessi úrslit teljast óskiljanleg, ekki síst vegna þess að Jón Már hefur ekki legið á liði sínu við þjálfun stúlknanna í vetur. Þó sagði mér lítil húsamús sem býr úti í fjósi, að Jón Már sé e.t.v. of myndarlegur maður til þess að hinar villtu meyjar haldi athyglinni eingöngu við körfuboltann. Karlpeningurinn ætlaði nú að bæta um betur, en... Það kom nefnilega í ljós í byijun leiks, öllum til mikillar skelfingar, að undirbúningur liðsins hafði að mestu gleymst aukþess að sumir Heimavistarbúar, sem höfðu fengið sitt körfuboltauppeldi í Fjósinu, fengu víðáttubijálæði er inn á glæstan völlinn kom. Staðan var orðin 14-0 M.L. í vil þegar M.A.-ingar uppgötvuðu að körfumar voru til að skjóta ofan í þær boltanum. Breikkaði bilið ekki eftir þessa merku uppgötvun Norðanmanna. Nú tóku frjálsu íþróttimar við. Verða þær að teljast ein besta skemmtun ferðarinnar. Gekk með afbrigðum illa að fá fólk með í ferðina til að keppa í frjálsum. Því var hver kjaftur gripinn sem á staðnum var og sem löpp gat valdið og honum þröngvað í einhveija greinina. Varð áran- gurinn eftir því hinn skraut- legasti. Hástökkið var fyrst á dagskrá og hugðust M.A.-ingar sýna þar gríðarlega snilld sína í að svífa yfir hástökksrána. Heldur tókst þá hrapallega til og lentu þeir í neðstu sætunum í báðum flokkum. Hér er heppi- leg afsökun þreyta, til að mynda hafði annar M.A. piltungurinn útkeyrt sig í körfuboltanum og voru honum því afar krosslagðir fætur er að ránni kom. í kúlunni gekk örlítið betur. Þar vakti þó aðallega athygli rimma þeirra skólafélags formanna, Magnúsar M.A.-ings og Jóhannesar M.L.- ings. Bar Jóhannes hærri hlut frá viðureigninni en til að rétta okkar hlut má Maggi teljast ótvíræður sigurvegari miðað við stærð. Jóhannes er tröll að burðum. * I langstökki héldu Norðanmenn áfram hetjulegri baráttu sinni. Þar bar helst til tíðinda að Eldingin (viðurnefni á Árna Hermannssyni) byijaði feril sinn sem langstökkvari. Hafði Árni enga reynslu í þessari íþrótt en eftir að hafa fengið það staðfest frá ektakvinnu sinni, formanni ÍMA að stökkva ætti af tréflekanum yfir á dýnuna var honum ekkert að vanbúnaði og barðist hetjulega þó ekki tækist honum að slá íturvöxnum Laugvetningum við. Þó var beðið með mestri eftirvæntingu eftir spretti karla því spurst hafði út að Eldingin Muninn 20

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.