Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Síða 27

Muninn - 14.12.1988, Síða 27
Orð Ljóð Orðin dansa þau dansa líkt og köttur í kring um heitan pott svartur köttur. Kis, kis, komdu kisi minn komdu að pottinum vertu ekki hræddur við hitann funann, eldinn komdu og leptu af blóðrauðri kvikunni af sálu minni vertu ekki hræddur við hitann, ástríðumar sem velkjast og velta í mér hring eftir hring í pottinum. Dreyptu á mér en farðu hægt þú gætir brennt þig þegar rauð tungan snertir rauðan vökvann í kossi. Bergþór Óður um Óðinn (Óður orðaleikur) Jólatréð Formáli: Einu sinni var ekki neitt. -Það óx og dafnaði og einn daginn sprakk það út. Meginmál: í formi jólatrés, með fullt af nálum -og greinum. Sem enduðu inn í stofu -á aðfangadagskvöld. -gaman -gaman allir dansa. -Jólatréð glitrar. Lokaorð: Jólin eru búin jólatréð glitrar ekki lengur og jólatré er orðið að ösku. -Og lífsgæðakapphlaupið byrjar aftur í allri sinni dýrð. Heimildir: -Hugur minn og óskrifað blað sem mannshugurinn er. Gönnó Óðinn! Óðinn! Óð Óðinn inn? Óðinn óð inn. Samdi Óðinn óðinn? Óðinn samdi óðan óð, en ekki þennan! Dulnafni. Muninn 27

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.