Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Síða 3

Muninn - 01.12.1990, Síða 3
RITST J ÓRAPISTILL Hvað fékkst þú í skóinn í morgun? Þetta er að ég held ein algengasta spuming á meðal nemenda allra skóla á íslandi í desember. Jólin nálgast og jólasveinamir tínast einn og einn til byggða. Allir em spenntir yfir því að komast heim í jólafríinu og hjálpa mömmu og pabba við undirbúning jólanna. Baka smákökur, gera laufabrauð, föndra og skreyta húsið. Fara og kaupa jólatré, það fallegasta í bænum. Það færist ró og friður yfir allt og alla. Alfir nemendur M.A. verða svo kátir og eftir- væntingarfidbr. Hvers vegna? Jú, svarið er að Jólamuninn kemur í desember. Fyrst af öllu vil ég þakka þeim nemendum sem sendu inn efiii í blaðið. Það var mjög ánægjulegt að opna Muninskassann því smásögur og ljóð bókstaflega flæddu út úr honum. Ég vona að nemendur og kennarar sjái sér fært að halda áfram að skrifa smásögur og pistla og ljóð og senda það í Munin. Eins og nemendur kannski vita þá þrumaði einn aðili rangar ásakanir yfir okkur í Möðruvallalg allara sama dag og fyrsta tölublaðið kom út. Hann ásakaði okkur nm að birta ekki efiii eftir nemendur, þar á meðal sjálfan sig, og sagði að það hefði verið sent fullt af efrii til blaðsins. Þetta er alrangt. I fyrsta lagi barst ekki annað efni í það blað en myndasagan um dæmigerðan nemanda og smásaga sem við birtum ekki þá, en birtist mjög Kklega síðar. Við fengum enga sögu frá þessum aðila, eins og hann hélt fram. Því vil ég biðja nemendur að kynna sér betur málefnin, ekki bara um Munin, áður en þeir fara að röfla um þau, kvarta og kveina fyrir framan almenning. Allt efrd í þessu tölublaði er innsent og ég vona að næstu blöð verði með sama eða svipuðu sniði og þetta. Að lokum vil ég minna ykkur á að slappa vel af í jólafríinu (þó að sjálfsagt sé óþarfi að minna á slíkt) og hafa það gott. Ekki vera að stressa ykkur yfir skólabókum heldur slapp- ið af yfir jólabókum. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hulda Gunnarsdóttir. MUNINN 3

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.