Muninn - 01.12.1990, Page 5
FÉLAGAKYNNIN G
GOURMA
Gonrma er félag sælkera
í Menntaskólanum á Akur-
eyri. Markmið félagsins er
að bæta matarmenningu
nemenda skólans og beina
þeim af braut sjoppufæðis-
ins.
Fyrirhugað er að halda
fundi mánaðarlega, ýmist í
heimahúsum eða á einhveij-
um matsölustaða bæjarins.
Verður þá gengið til borðs
með því hugarfari að njóta
góðs matar en ekki að borða
yfir sig þó það sé vissulega
leyfilegt líka.
Formenn félagsins eru
tveir, þeir heita Amar Már
Arngrímsson og Finnur
Friðriksson og eru í 3.A.
Þeir gegna embættum sín-
um ævilangt.
LÁRUS
Lárus er snilld. Veldi
boxaðdáenda. Aðdragandinn
að stofimn veldisins voru
sprengidagar KEA. Tilgang-
urinn er að breyta veldi
boxaðdáenda í stórveldi og
þriðja veldi. Vonandi eykur
þetta andlegt tilhugalíf
þeirra sem á hlýða og með-
taka boðskap veldisins, ást
og kærleika.
Ástæðan fyrir litlum
umsvifum á yfirborðinu frá
stofinm til þessa dags eru
veikindi. Þeir sem til
þekkja gera sér nú æ betur
grein fyrir ógnvænlegum
umsvifum veldisins neðan-
jarðar. Aðalfundur verður
haldinn:
______Q________
195 (vl0)1/7 (Iji)^
Formenn
ÍMA
Loks kemur hér pistill
frá IMA en vegna misskiln-
ings kom ekkert frá okkur í
síðasta blaði Munins.
íþróttafélag MA er eitt
stærsta félag skólans og
starfsemi þess er mildl
allan veturinn með
nokkrum hápunktum.
Laugarvatnsferðin er
einn sem sumir segja að
hafi verið misheppnuð. Ég
vil þó meina annað. Ástæð-
umar fyrir því hve lítill
hópur fór að Laugarvatni
voru þær að stjóm ÍMA
fékk afar lítinn tíma eða
tæpa viku til að koma öllu í
kring, þar á meðal að
ákveða hvort yrði farið í
ferðina eða ekki. Á meðan
vom íþróttaráðin í óða önn
að safha í lið og það tekur
sinn tíma. Reyndar komu
síðustu keppendalistar irm
kvöldið fyrir brottfor. Þá
átti eftir að telja og þá fyrst
gátum við vitað hve margir
gátu komið með, þ.e. aðrir
en keppendur. En þá var
orðið heldur seint fyrir fólk
að ákveða sig. Keppenda-
listar stóðust engan veginn
þannig að sumir vom að sjá
sig á listanum og ætluðu
ekki með og öfugt. Enn-
fremur voru margir að
hætta við á seinustu
stundu. Niðurstaðan varð sú
að við fórum frekar fáhðuð
eða um 60 manns að Laug-
arvatni, þrátt fyrir það held
ég að á heildina litið hafi
ferðm heppnast vel
IMA hefur til umráða 2
tíma í Tunnunni, annan á
mánudögum klukkan 16-17
sem er ætlaður til þess að
æfa þá grein sem er auglýst
í það og það skiptið. Ætl-
unin er að koma upp skóla-
liðum sem íþróttaráðin
velja. Þeir sem mæta í
þessa tíma hafa meiri mög-
uleika að komast í skóla-
liðin en hinir sem ekki
mæta. Það er því mikilvægt
að nýta þessa tíma vel
annars kemur vel til greina
að loka þeim alveg.
Hinn tíminn er á miðviku-
dögum klukkan 15:20 til
17:00. Sá tími er ætlaður
fyrir bekksagna- og bekkjar-
mót.
Eftir áramót nær starf-
semi IMA hámarki. Við
keppum við VMA og svo
fáum við heimsókn frá Fjöl-
brautaskólanum á Selfossi.
Ymislegt annað verður á
döfinni en ég læt þetta
duga í bih.
Hulda Ólafsdóttir
Formaður IMA
MUNINN
5