Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1994, Page 19

Muninn - 01.11.1994, Page 19
Ríðum heim fil Hóla Stundin var runnin upp. Hólaferð! Það var föstudaginn 28. okóber að hinn eini og sanni Doddi lagði af stað frá Akureyri með 35 eldhressa Menntskælinga og Verkmenntskælinga. Lagt var af stað klukkan rúmlega tvö, eftir nokkra bið eftir gítaristanum sem var sendur til að kaupa nýja strengi. Við vorum varla komin út úr bænum þegar keppnin um að segja sem bestar sögur byrjaði, en sá háttur mun vera mjög algengur hjá hestamönnum. Heima á Hólum tók Valgeir Bjarnason á móti okkur. Hann sýndi okkur fjárhúsin og nýfæddu lömbin. Svo fór hann með okkur í hesthúsið. Þar tók Sigrún reiðkennari á móti okkur. Hún sýndi okkur hesthúsin og tók okkur í kennslustund. Hún var bæði fræðandi og skemmtileg. Sigrún sýndi okkur ýmis atriði í reiðmennsku, s.s. hálflétta ásetu, stígandi ásetu, krossgang, afturfótasnúning ofl. Því næst var okkur boðið í veislukaffi í Hólaskóla. Að því loknu fór Valgeir með okkur í kirkjuna, m.a. sýndi hann okkur grafir virtra biskupa sem hvíla undir kirkjugólfinu. Svo var farið í sundlaugina. En í þessari ferð voru einhverjir prakkarar sem skiptu á merkjum á karla- og kvennaklefunum. Vakti það lukku hjá sumum en öðrum ekki. Gleymdist það þó fjótt eftir að búið var að kveðja Hólastað, því hugurinn lá á ball inn í Eyjafjörð. Við vorum ekki komin yrir pípuhliðið á Hólum þegar söngurinn var byrjaður. Hann var á svona „normal" nótum í fyrstu, en þegar komið var upp á Öxnadalsheiði var söngurinn orðinn svo mikill að hann heyrðist niður á fremstu bæi í Blönduhlíð. í millitíðinni var komið við í K.S. í Varmahlíð og allir fengu þessa fínu hamborgara og franskar á stórkostlegu tilboði. Síðan fóru allir þeir hressustu, sem voru flestir, á skemmtun og ball í Laugaborg í Eyjafirði. Hestamannafélagið Léttir stendur fyrir slíkri skemmtun á hverju hausti. Undir morgun, þegar allir voru búnir að rasa nægilega út, skilaði Doddi okkur til heimahaganna. Hér með lýk ég frásögn minni um þessa eftirminnilegu ferð. Fyrir hönd HESTMA, Arna Björg 3.H MUNINN 19

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.