Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Síða 34

Muninn - 01.11.1994, Síða 34
hverrar bekksagnar eigi síðar en tíu dögum frá skólasetningu og skal sá fulltrúi eiga sæti innan bekkjarráðs síns bekkjar. 2. í bekkjarráði skal hver bekksögn eiga einn fulltrúa og æskilegt er að ráðin kjósi sér formann innan tveggja vikna frá skólasetningu. Ef fjöldi bekksagna er jöfn tala skal kjósa einn viðbótarfulltrúa úr sömu bekksögn og formaður ráðsins. 3. Bekkjarráðin eru ekki undir stjórn eða áhrifum skólafélagsins. VI SKÓLAFUNDIR 1. Skólafundir fjalla um hagsmunamál nemenda, embættisglöp, svo og ýmis önnur mikilsverð mál, sem upp kunna að koma. Skólafundir eru æðsta vald nemenda í öllum málum nema lagabreytingum. 2. Formaður skólafélagsins og stjórn þess hafa rétt til að boða til skólafunda. Auk þess á forseti Hagsmunaráðs kröfu á að boðað verði til skólafunda. Skal hann sjá um val á frummælenda á slíkum fundum. Einnig er skylt að boða til skólafundar ef 10% nemenda fara fram á það. 3. Skólafundir skulu boðaðir með minnst tveggja kennsludaga fyrirvara. Þeir skulu boðaðir með ítarlegri dagskrá. 4. Formaður Hugins setur skólafundi og skipar fundarstjóra. Kennarar hafa málfrelsi á skólafundum en ekki atkvæðisrétt. Að öðru leyti gilda almenn fundarsköp á skólafundum. Einfaldur meirihluti atkvæða nægir til að samþykkja ályktanir skólafundar. VII AÐALFUNDIR OG EMBÆTTISMANNASKIPTI 1. Aðalfund skal halda í tvennu lagi : Aðalfund I og II. Á aðalfundi I skal fjallað um lagabreytingar en á aðalfundi II skal kosið í öll embætti skólafélagsins. Hvorn fund skal boða með minnst viku fyrirvara. 2. Aðalfund I skal eigi halda síðar en tveim vikum fyrir kosningar ár hvert. Skal þar fjalla um lagabreytingar. 3. Um aðalfund I gilda eftirfarandi ákvæði: 1) Formaður félagsins setur fundinn og stingur upp á fundarstjóra. 2) Einfaldur meirihluti nægir til að samþykkja lagabreytingar. 3) Heimilt er á aðalfundi að bera upp breytingartillögur við tillögur til lagabreytinga og viðaukatillögur við þær tillögur. 4) Að öðru leyti gilda almenn fundarsköp á aðalfundi I. 4. Um aðalfund II (kjörfund): Kosningar. Aðalfundur II skal haldinn eigi síðar en 10. apríl og skal þá kosinn formaður skólafélagsins, varaformaður, gjaldkeri, ritari, skemmtanastjóri, tveir meðstjórnendur, ritstjóri Munins, Forseti Hagsmunaráðs ásamt Hagsmunaráði nema fulltrúa 1. bekkjar, tveir fulltrúar í skólastjórn og einn fulltrúi í skólanefnd. 5. Um kosningar skulu gilda eftirtalin ákvæði: 1) Kjörstjórn sér um að framboð berist í öll þau embætti sem kjósa skal í. Þetta hindrar þó eigi að önnur framboð berist. 2) Framboð skulu tilkynnt kjörstjórn eigi síðar en viku fyrir aðalfund II. Framboð sem síðar eru tilkynnt eru ólögleg. 3) Hverju framboði skal fylgja listi með minnst 10 og mest 25 meðmælendum. 4) Kjörstjórn skal birta opinberlega öll lögleg framboð, undir sínu nafni, innan sólarhrings frá því 34 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.