Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 6
6 HEIMILISBLAÐIÐ Sjúkravagn fyrir sœrda í Krimstyrjöldinni. á ónytsömu lífi, en það líf létu flestar enskar ungmeyjar sér vel líka, þær sem af aðli voru. Móðir Florence var af gamla skólanum; henni fanst aðalsmannsdætur hafa ótelj- andi verkefni, sem fullnægt gætu lífi þeirra og áhuga. Gátu þær ekki tamið sér reiðar, nóg var af hestum, höfðu þær ekki aldingarð til að gefa sig við, og stórhýsi til að halda í lag'i, sunnudagaskóla til að kenna í; gátu þær ekki haft frammistöðu í veizlum og' vinaboðum; gá.tu þær ekki heimsótt fátæk heimili, og teiknað og mál- að margskyns blóm, saumað kjóla til dans- leika. Og var ekki nóg af ungum mönn- um, sem giftast vildu ungum, fríðum og vél mentuðum aðalsmeyjum! Florence rækti allar þessar skyldur og meira til, því að hún var bráðgáfuð og hafði lifandi áhuga fyrir kjörum fátækl- inganna og á viðleitni föður síns á því að efla þekkingu almúgans. Þá var engin skólaskylda komin á í Englandi; en ódýr- ir skólar voru á hverju strái; börn fá- tæklinga gátu fengið þar tilsögn í skrift, reikning'i og lestri, fyrir fáeina aura á viku. Florence lét snemma í Ijós óbeit sína á þeim bændum á búgörðum foreldra sinna, sem ekki vildu láta börn sín ganga í skóla. Hún heimsótti þá, sem gamlir voru og veikburða þar á búgörðunum, enda þótt hún frá bernsku hefði andstygð á þeirri góðgerðasemi, sem ekki .virti einkalíf viðtakenda að neinu. Florence las af kappi. Og er hún var barn að aldri, þá hjúkraði hún brúðum sínum qg batt um sár þeirra! Og alveg var hún í sjöunda himni, þeg- ar fyrsti sjúklingurinn barst henni til handa. Það var fjár- hundur. Því íraun og veru var það ekki nema eitt, sem hún lagði hug á, nf.1. að gerast hjúkr- unarkona! En þá var móður hennar að mæta, er til alvörunn- ar kom með hjúkrunarstarfið. Sjúkrahjúkrun hafði alt til þessa ver- ið í höndum trúarbragðafélaga, einkum kaþólsku kirkjunnar. En þar sem mótmæl- endur réðu öllu, var tæplega nokkur uppi á þeim tíma, sem heitið gæti hjúkrunar- Durdarstóll, er særdir voru fluttir í.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.