Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 28
28 HEIMILISBLAÐIÐ Lúsíuhöfði í Hrunamannahreppi í Ár- nessýslu, og Sesilíupartur í Gnúpfellsskógi í Eyjafirði. Sú var tíðin, að allir, sem bjuggu í grend við þessa skógarteiga, vissu af hverju þeir tóku nöfn í öndverðu. Nú er farið að fyrnast yfir það. Lúsía og Sesilía (Seselja) voru tvær helgar meyj- ar, er áttu að hafa látið lífið fyrir kristna trú á þriðju eða fjórðu öld e' Kr., en páf- arnir síðar tekið í dýrlingatölu. I kaþólskri tíð voru kirkjur helgaðar dýrlingum, einum eða fleirum, með Guði allsvaldanda. Þessir dýrlingar skyldu vera verndarar kirknanna og safnaðanna. Hvei safnaðarmanna mátti kjósa sér að vernd- ara hvern sem hann vildi af dýrlingun- um, sem kirkjan var helguð, og gefa þeim sínar gjafir, er síðar féllu allar til kirkn- anna. Sá, sem kaus sér dýrling að vernd- ara, gat sýnt kærleika sinn í því að gefa kirkjunni einhverja gjöf undir hans nafni. Einhver ástvinur Lúsíu meyjar gaf kirkj unni í Reykjadal austur skógartólft í höfða þeim, sem síðan er við hana kend- ur. Lúsíu helgu voru eignaðar nokkrar kirkjur hér á landi með öðrum helgum mönnum. Og til er saga hennar á íslenzku, er geymdist við þær kirkjur. Sagan er í íæstum orðum á þessa leið: Lúsía mey var borin og barnfædd í borginni Sýrakúsu á Sikiley, á ofanverðri 3. öld e. Kr.; foreldrar hennar lofuðu hana heiðnum manni, tignum, og vissi hann eigi annað, en að hún væri heiðin líka. En er hún gaf heimanmund sinn í þakklætisskyni fyrir það, að móðir hennar hafði fengið heilsubót, þá sá unnusti hennar, að hún var kristin, og reiddist, og lét taka hana af lífi. önnur sögn er það, að hann hafi kært hana fyrir ríkisstjóranum á Sikiley fyrir kristnihald sitt. Mælti ríkisstjóri þá svo fyrir, að hana skyldi vista með skækj- um; en henni varð eigi þokað úr stað; var þá eldibröndum hlaðið alt í kringum hana, steypt yfir hana olíu og síðan kveykt í, en það sakaði hana ekki. En loks var hún lögð spjóti og varð það hennar bani. Þetta var 304 e. Kr. Jafnframt þessari sögu gengur önnur, sem líklega er dregin af nafni hennar (Lux=ljós á latínu). Hún var nunna, en fursti nokkur lagði ástarhug á hana, sök- um þess hve hún var fagureygð. Hún reií þá úr sér bæði augun og lét færa honum þau á fati. En að því búnu bað hún Guð knéfallandi að gefa sér ný augu, og varð hann við þeirri beiðni hennar. Listamennirpir á miðöldunum sýna hana berandi augu sín á bakka eða á bók eða með logandi lampa í hendinni. Hún var ákölluð við hverskonar augnaveiki. Messudagur hennar var 13. des., Lúsíu- messa. 1 Svíþjóð hófust jólin fyr á tím- um með Lúsíudegi, og enn er sá dagur í góðu gildi á Norðurlöndum. Lúsiunótt hét aðfaranótt Lúsíudagsins. Var það trú alþýðu fyr á tímum, að sú nótt væri lengsta nótt ársins. I Svíþjóð var Lúsíu- kvöidið aðfararkvöld jólahátíðarinnar, líkt og aðfangadagskvöld nú á tímum. Á messudag Lúsíu var síðar sett Magn- úsarmessa Eyjajarls hins síðari, og hafa þá að líkindum báðar messurnar verið haldnar samdægurs. Eftir kirkjum þeim að dæma, sem Lúsíu voru helgaðar, og að saga hennar var tii í íslenzkri þýðingu, má ráða, að hún hefir verið allmjög tignuð hér á landi og átt vini, sem gáfu kirkjunni góðar gjafir í hennar nafni. Skógarhöfðinn austur í Hrunalöndum heldur enn í dag uppi nafni hennar og mun héðan af gera, meðan Is- land er bygt. Sesilia virðist hafa verið í hærri virð- ingu hér á landi en Lúsía. Þess er getið, að henni einni hafi verið helguð kirkjan í Nesi í Þingeyjarþingi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.