Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 11 >» QiulWwÍÍí^xqícwts Skdldsaga eftir Albert M. Treynor. i Þegar Caverley og Bó komu saman inn á hátíðarsvæðið, hvíslaði hann lágt til hennar: »En hve þetta væri yndislegt kvöld til að róa sér til skemtunar á tjörninnik »Með hverjum?« spurði hún kuldalega. »Svona dáeamlegt kvöld er hér um bil sama, hver það er,« svaraði hann. »Hinn skrautklæddi Sídí verður víst ekki í vandræðúm með að fá sér h efilega samfylgd.« Hún leit á hann háðslega. »Þarna er heilt Ilarem af konum, sem ætla alveg- að glápa úr sér augun, þarna uppi á svölunum. »IJuss!« hvíslaði Caverley í aðvörunar- róm, þegar hann sá höfðingjann með fylgd- arliði sínu korna út á, svæðið. Tagar fleygði sér niður á teppi fyrir öðrum þverenda svæðisins. Hann skipaði Alí Móhab á vinstri hönd sér, en Caver- ley á hægri. Liðlega hundrað af hermönn- um þorpsins sátu í langri röð, tvöfaldri, á milli trjánna. Á teppum og fléttimottum stóðu brúsar og könnur og stórar leirskál- •ar, sem gufaði upp úr. Tagar greip ofan í skálina, sem stóð fvrir framan hann, ög krækti í feitan bita af sauðar-mölum, sem flaut í feitri kjöt- súpu með grænmeti í. Hann stakk þess- um stóra bita upp í Caverley og sagði: »Borðaðu og vertu sterkur!« Rétt á eftir rétti hann honum vínbikar og bað heiðursgestinn að tæma hann: »Drektu og vertu ægilegur!« Húrrahróp gullu og lófatök glumdu, og hátíðlegir hollustueiðar höfðingjanum og syni hans til handa kváðu við. Höndum var dýft, eins og þær komu fyrir ofan í sjóðheita súpuna, og svo var kjamsað og tuggið og sleikt af fingrum, svo að jafnvel vandlátasti veitandi hlaut að vera fylli- lega ánægður. Milli tuttugu og þrjátíu þrælar sáu um veitingarnar, heltu í bikarana og skiftu um skálar og diska. Bó Treves sat að baki Caverley. Henni var orðið það ljóst þessa þrjá dagana, sem hún hafði dvalið í ná- vist Tagars og manna hans, í hvílíkri hættu þau Caverley voru stödd. Líf þeirra hékk á þræði, er slitnað gat á hverri stundu. Henni skildist fullkomlega, að hún varð að haga sér nákvæmlega, eins og Caverley hafði frætt hana um. En þessi blákalda alvara, sem nauðbeygði hana til hlýðni, vakti einnig allan hinn meðfædda mót- þróa hennar. Það var aldrei nema mann- legt. Hún leit svo sem nógu auðmjúk út, er hún sat þarna og rétti Caverley matar- réttina. En hann sá það á því, hvernig hún tók á hlutunum, að henni myndi vera miklu nær skapi að þeyta því.öllu saman í höf- uðið á Tagar og Alí Móhab og honum sjálf- um. Siðvenjan fyrirskipaði eigi, að Tagar skyldi troða eins miklu í sig og gestirnir. En hann tók þeim mun meira fyrir sig af vínföngunum. Spaðaás-skegg hans var í allra bezta samræmi við þriggja pela silf- uikönnuna hans, sem þræll hans fylti í • sífellu. En þegar leið á kvöldið, og brús- arnir með pálmavíni og vínberjabrennivíni gengu tíðara milli manna, voru a. m. k. fimtíu auk Tagars, sem höfðu tekið sér ríflega neðan í því. Hingað og þangað í þyrpingunni var hirðfíflið Okba á ferli með hrekkjabrögð sín. Hann smelti tinnu-neista framan í Zú- walla gamla, um leið og hann leit upp úr vínkrús sinni, og kviknaði þegar í skeggi hans, sem va'r löðrandi, svo bláir logar léku um höfuð honum. Hlátursköllin glumdu alt um kring, þangað til einhver steypti úr ■ súpuskál yfir karlinn og slökti í honum. Zú- walla varð hamstola af bræði, þreif slíður- hníf sinn og skakklappaðist á eftir Okba. Og það yar aðeins snarræði Tagars að þakka, að Okba komst lífs undan. Það var farið að verða all-hávaðasamt og talsverður gauragangur, er varðmaður kom hlaupandi utan að inn á völlinn. Eng- inn áttaði sig á, hvað hann var að kalla. en allir hættu áti og drykkju og lögðu hlustirnar við sem snöggvast.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.