Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 24
24 HEIMILISBLAÐIÐ mælingar og annan illan munnsöfnuð. For- eldrin hlýða þegjandi á þetta og þykir eng- inn velsæmisskortur, en eru undir niðri hreykin af að krakkarnir geta svarað fyrir sig. Og svo eru allir vel ánægðir, ef nóg er að bíta og' brenna og gott útlit fyrir að geta gert sér glaðan dag. Þannig haga menn sér, eins og enginn Guð væri á himn- um og enginn reikningsskil fyrir höndum. Með þessum hætti er gjafarnum alls góðs endurgoldnar velgerðir hans og náðargjaf- ir alveg eins og- hann léti sér vel líka alls- konar synd og óréttlæti. Þetta er nú sú upphæð, sem honum er boðin fyrir gæzku hans, svo óhætt er að segja, að alt sé ekki aðeins meðtekið ókeypis,, heldur safnaö skuldum í ofanálag, já, menn hlaða skuld á skuld ofan, fjöllunum hærra. Þér hafið hagað yður þannig gagnvart Guði yðar, að óhlutdrægnum manni hlýt- ur að verða það að spurn, hvernig Guði er mögulegt að halda látlaust áfram með að yfirausa illa og þverúðuga kynslóð vel- gerðum sínum. Hver myndi vilja eiga óhemjandi hest eða hund, sem réðist á hús- bónda sinn? Ég er hræddur um að hest- urinn þætti hæfastur til afsláttar og að hundinum yrði tafarlaust lógað. En þannig ferst ekki Guði við oss, heldur gerir hann vel til vor og blessar oss sakir miskunnar sinnar. Plann hefur, eins og þar stendur. »með miklu langlyndi umborið ker reið- innar«, og ekki varpað oss frá sér. Ég fæ ekki séð nema eina skiljanlega ástæðu fyr- ir því, hvernig Guði er það mögulegt, nefni- lega kærleiksopinberunina í syni hans, Jesú Kristi. En hann kom í heiminn til að friðþægja fyrir syndir vorar, til að vera sektarfórn hinna seku, hegningin fyrir syndirnar lá á honum og hann fullnægði vor vegna réttlætiskröfu lögmáls Guðs. Því er Guði mögulegt að gera til vor eins og vér hefðum aldrei syndgað, sýna miskunn sína þeim, er sekir eru til dauða, og þó vera réttlátur í öllum sínum vegum, og heilagur í öllum verkum sínum. Sonur Guðs kom í heiminn með gnótt góðra gjafa, upp- risuna og lífið, himininn og eilífa sælu, en bætti með kvöl og dauða fyrir allar mis- gerðir vorar. Þessa fjársjóðu býður hann nú öllum syndurum fala fyrir ekkert, án nokkurs endurgjalds, svo að þeir komi yfir frá dauðanum til lífs. Þetta ' er sá fagnaðarboðskapur, sem Drottinn hefir sent þjón sinn með, til allra viðstaddra hér í dag. Mér hefir ekki ver- ið send köllun héðan, og enginn yðar hefir sent boð eftir mér; en hingað er ég kom- inn í Jesú nafni og flyt yður mikil gleði- tíðindi. Ég kem til yðar með Guðs orð, ekki aðeins í bókinni, er ég held á í hend- inni, heldur sakir náðar hans, einnig í hjarta mínu. En þar, sem Guðs orð er, hefi ég mikinn forða allskonar dýrmætra muna, til allra hluta nytsamlega, bæði í þessu lífi, á banabeðnum og fyrir eilífa lífið. Ég er kaupmaður sendur af Guði, og hef vín og mjólk meðferðis, og Davíðs órjúfanlega náðarsáttmála. Því sný ég máli mínu til allra yðar og hrópa: Heyrið, allir þér, sem þyrstir ernð, komið hingað til vatnsins, og þér sem ekkert silfnr eigið, komið kanpið korn og etið! En hvaða verð haldið þér að ég hafi sett á vörur mínar, og hvaða borg- unar haldið þér að ég krefjist af yður? Alt ókeypis, gefins skilyrðislaust. Komið kaupið kom, án silfurs og endurgjaldslamt, bœði vín og mjólk. Veitið því eftirtekt, ókeypis getið þér meðtekið alt. Ökeypis fáið þér regn af himni, andrúmsloft og öll jarðnesk gæði. En það eyðist sem reykur og hverfur eins og skuggi. Það sem miklu betra er og var- anlegra, getið þér nú fengið ókeypis, það sem þér ekki hafið, og sem engin sköpuð vera getur veitt yður, en sem þér megið þó ekki án vera lífs né liðnir, það býðst yður sakir konunglegrar gjafmildi ókeypis. Sjálfir hafið þér ekkert réttlæti eða neitt það, er þér getið hrósað yður af fyrir Guði; því syndir yðar eru blóðrauðar eins og pur- puri, og afbrot yðar eins óteljandi og sand- korn á sjávarströnd. Ó, að þér vilduð nú kanna,st við þetta og hryggjast yfir því

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.